Frétt
Hertar aðgerðir væntanlegar
Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins.
Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi, að því er fram kemur á visir.is.
Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna í gær innanlands en aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum degi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna erfiða.
Margar hópsýkingar hafa komið upp í þessari bylgju faraldursins. Ein hópsýking sem ekki enn sér fyrir endann á kom upp í síðustu viku út frá villibráðahlaðborði sem Íþróttafélagið Stjarnan hélt í Garðabæ.
„Tæplega eitt hundrað manns sem hafa smitast bæði beint og óbeint út frá þeim viðburði.“
Segir Þórólfur í samtali við visir.is.
Áætlað er að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir muni leggja fram tillögur í dag um hertar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðunnar í landinu.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






