Frétt
Hertar aðgerðir væntanlegar
Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins.
Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi, að því er fram kemur á visir.is.
Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna í gær innanlands en aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum degi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna erfiða.
Margar hópsýkingar hafa komið upp í þessari bylgju faraldursins. Ein hópsýking sem ekki enn sér fyrir endann á kom upp í síðustu viku út frá villibráðahlaðborði sem Íþróttafélagið Stjarnan hélt í Garðabæ.
„Tæplega eitt hundrað manns sem hafa smitast bæði beint og óbeint út frá þeim viðburði.“
Segir Þórólfur í samtali við visir.is.
Áætlað er að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir muni leggja fram tillögur í dag um hertar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðunnar í landinu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






