Frétt
Hertar aðgerðir væntanlegar
Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins.
Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi, að því er fram kemur á visir.is.
Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna í gær innanlands en aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum degi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna erfiða.
Margar hópsýkingar hafa komið upp í þessari bylgju faraldursins. Ein hópsýking sem ekki enn sér fyrir endann á kom upp í síðustu viku út frá villibráðahlaðborði sem Íþróttafélagið Stjarnan hélt í Garðabæ.
„Tæplega eitt hundrað manns sem hafa smitast bæði beint og óbeint út frá þeim viðburði.“
Segir Þórólfur í samtali við visir.is.
Áætlað er að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir muni leggja fram tillögur í dag um hertar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðunnar í landinu.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri