Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hermann Þór, Hinrik Carl, Sigurður Daði, Ragnar Wess og Ægir gefa út kennslubók – „Þetta verkefni er búið að taka 3 ár hjá okkur….“
Út er komin kennslubók fyrir fyrsta þrep matvælabrauta. Höfundar bókarinnar eru matreiðslumeistarnir Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Sigurður Daði Friðriksson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson.
Í bókinni er farið yfir helstu grunnatriði sem nauðsynleg eru fyrir áframhaldandi nám og starf í matreiðslu.
Í máli og myndum fá nemendur innsýn í fjölbreytileika matreiðslunnar og áhersla er lögð á að auka þekkingu og færni við meðferð matvæla, matreiðslu hvers konar og nýjungar henni tengdri.
Þróunarsjóður námsgagna styrkti útgáfuna.
Hægt er að kaupa bókina á vefnum idnu.is hér.
Vefbók
Hægt er að kaupa áskrift að vefbókinni á www.vefbok.is
Vefbókin skiptist í eftirfarandi kafla:
- Nemandinn og fagvitund
- Innkaup og móttökueftirlit
- Matvælaöryggi
- Hnífar og meðferð þeirra
- Áhöld
- Eldunartæki
- Þrifalýsingar
- Soð-, sósu-, og súpugerð
- Meðhöndlun á fiski
- Meðhöndlun á kjöti
- Úti- og ylrækt, algengar íslenskar
- Grænmetistegundir
- Grunnur að matreiðsluaðferðum
- Grunnur að eftirréttargerð
- Algengar korntegundir
- Fagtengd orð og hugtök
- Orðskýringar
„Þetta verkefni er búið að taka 3 ár hjá okkur og hefur mikill tími farið í að taka myndir og myndbönd, en það er enginn annar enn Karl Peterson sem sér um myndatöku.“
Segir Hinrik Carl í samtali við veitingageirinn.is
Þetta er fyrsta bókin af þremur sem þeir félagar vinna að og næstu bækur verða gefnar út á komandi árum.
„Mikil tilhlökkun er hjá okkur að geta loksins boðið upp á námsefni sem er aðgengilegt öllum og allir kennarar get notað sama námsefnið um allt land, í öllu grunndeildum landsins.“
Segir Hinrik Carl að lokum.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt19 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur