Keppni
Hér eru úrslitin úr keppnum RCW hátíðarinnar – Myndir
Reykjavík Cocktail Weekend lauk í gærkvöldi í Gamla Bíói þar sem úrslit fóru fram í keppnum hátíðarinnar og verðlaunaafhendingin.
Veislustjórn hátíðarinnar var í höndum Erps Eyvindarsonar.
Úrslit urðu þessi:
Íslandsmót Barþjóna (IBA alþjóða reglur)
1. sæti – Elna María Tómasdóttir – Mar, með drykkinn Dionysus
2. sæti – Leó Ólafsson – Matarkjallarinn, með drykkinn Golden Luck
3. sæti – Stefán Ingi Guðmundsson – Apótek, með drykkinn Molinn
Vinnustaða keppni (frjáls aðferð)
1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social, með drykkinn Dr. Steam Punk
2. sæti – Hanna Katrín Ingólfsdóttir – Apótek, með drykkinn Óreiða
3. sæti – Emil Tumi Víglundsson – Kopar, með drykkinn Esmeralda
Drykkurinn Flamboyant hlaut titilinn Reykjavík Cocktail Weekend, en það er Sandra Ösp Stefánsdóttir sem á heiðurinn að þeim drykk en hún starfar hjá Hilton Reykjavík Nordica.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:
Besta útlit og skreyting drykkjar í Vinnustaðakeppni (freestyle):
Leck Sukstul – Hard Rock cafe
Besta útlit og skreyting drykkjar í Íslandsmóti:
Leó Ólafsson – Matarkjallarinn
Fagleg Vinnubrögð í Vinnustaðakeppni (freestyle):
Alana Hudkins – Slippbarinn
Fagleg vinnubrögð í Íslandsmóti:
Leó Snæfeld Pálsson – Bláa Lónið
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Fleiri myndir eru væntanlegar og verða gerð góð skil á þeim hér á veitingageirinn.is.
Myndir: Ómar Vilhelmsson.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu