Uppskriftir
Heitur brauðréttur með aspas og camembert – Aspasbrauð
Fyrir sex
Fyrir botninn
5 brauðsneiðar
3 msk jómfrúarolía
salt, pipar og krydd af eiginvali (t.d hvítlaukssalt eða sítrónupipar)
4 egg
1 peli af rjóma
100 ml kampavín
5 aspasspjót
1 camembert
2-3 msk rifinn ostur
1 tsk ferskt timian
salt og pipar
Aðferðin er ofureinföld.
Smyrjið eldfast mót með olíu og saltið og piprið. Kryddið að vild. Ég notaði sítrónupipar. Skerið skorpuna af brauðinu og raðið í mótið.
Brjótið eggin í skál og setjið rauðurnar til hliðar. Þeytið upp hvíturnar. Hrærið svo saman eggjarauðum, rjóma og kampavíni. Bætið hvítunum saman við og blandið varlega saman. Skerið aspasinn í þunnar sneiðar og setjið ofan á brauðið.
Hellið eggja og kampavínsblöndunni yfir og raðið svo niðursnseiddum camembert yfir. Bætið upp með rifnum osti. Skreytið með timjan.
Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 30-45 mínútur þangað til að osturinn er gullinbrúnn.
Myndir og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir








