Uppskriftir
Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna
Fyrir 16 persónur
Innihald:
- 50 ml mjólk
- 4 egg
- 230 gr suðusúkkulaði
- 30 gr flórsykur
- 70 ml rjómi
- 60 gr sykur
- 60 gr smjör
- 50 gr hveiti
Aðferð:
- Þeytið saman eggin og sykurinn í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
- Sjóðið upp á mjólkinni og rjómanum, takið af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu saman við.
- Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og bætið við flórsykri og hveiti.
- Setjið blönduna í litlar hitaþolnar skálar eða kakóbolla sem þola hitann vel og búið er að smyrja að innan og dusta með hveiti.
- Bakið við 200 gráður í 8-10 mínútur.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars