Uppskriftir
Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna
Fyrir 16 persónur
Innihald:
- 50 ml mjólk
- 4 egg
- 230 gr suðusúkkulaði
- 30 gr flórsykur
- 70 ml rjómi
- 60 gr sykur
- 60 gr smjör
- 50 gr hveiti
Aðferð:
- Þeytið saman eggin og sykurinn í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
- Sjóðið upp á mjólkinni og rjómanum, takið af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu saman við.
- Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og bætið við flórsykri og hveiti.
- Setjið blönduna í litlar hitaþolnar skálar eða kakóbolla sem þola hitann vel og búið er að smyrja að innan og dusta með hveiti.
- Bakið við 200 gráður í 8-10 mínútur.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






