Keppni
Heit æfing hjá Kokkalandsliðinu í dag
Heimsmeistarmót í matreiðslu er handan við hornið. Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana og eru t.a.m. með æfingu á heita matnum sem hófst í morgun að undirbúa mat fyrir 110 gesti seinna í dag.
Heimsmeistaramót í matreiðslu, er haldið á fjögurra ára fresti og fer fram dagana 23.-28. nóvember í Lúxemborg. Á mótinu mætast margir af færustu kokkum heimsins og þar er keppt í tveimur greinum. Annars vegar er keppt í svokölluðu köldu borði eða „Culinary Art Table“ og hins vegar í heitum réttum eða „Hot Kitchen“.
Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vinnur með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð er mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum.
Með fylgja myndir frá æfingunni í dag.
Myndir: facebook / Kokkalandsliðið
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup










