Keppni
Heit æfing hjá Kokkalandsliðinu í dag
Heimsmeistarmót í matreiðslu er handan við hornið. Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana og eru t.a.m. með æfingu á heita matnum sem hófst í morgun að undirbúa mat fyrir 110 gesti seinna í dag.
Heimsmeistaramót í matreiðslu, er haldið á fjögurra ára fresti og fer fram dagana 23.-28. nóvember í Lúxemborg. Á mótinu mætast margir af færustu kokkum heimsins og þar er keppt í tveimur greinum. Annars vegar er keppt í svokölluðu köldu borði eða „Culinary Art Table“ og hins vegar í heitum réttum eða „Hot Kitchen“.
Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vinnur með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð er mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum.
Með fylgja myndir frá æfingunni í dag.
Myndir: facebook / Kokkalandsliðið
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi










