Markaðurinn
Heinz Professional Majónes hefur hlotið A – gráðu meðmæli
Heinz Professional majónesið hefur hlotið A-gráðu meðmæli og „sjaldséða“ einkunn frá Craft Guild of Chefs í Bretlandi.
Kraft Heinz Foodservice Professional majónesið hefur hlotið hæstu viðurkenningar frá Craft Guild of Chefs (CGOC) – leiðandi samtökum matreiðslumeistara í Bretlandi – A-gráðu og hæstu einkunn í sínum flokki undanfarin ár.
Þetta fjölnota majónes, sem kom á stóreldhúsmarkað í Bretlandi síðasta sumar sem ‘Made by chefs, for chefs’ lausn til að mæta faglegum þörfum stóreldhúsa, var sett í strangar prófanir af mjög reyndum matreiðslumeisturum í gegnum matreiðslu prógram CGOC’s, Chefs Product Endorsement Programme.
Með eiginleikum til að blanda, steikja, bera bragð og halda sér við háan hita, skoraði Heinz Professional majónesið 169 stig af 180, árangur sem sjaldan sést í greininni.
Andrew Green, framkvæmdastjóri Craft Guild of Chefs, sagði:
„Heinz Professional majónes fékk stórkostlega viðurkenningu þegar það var prófað af nefnd matreiðslumanna okkar og þetta er frábær árangur og eitthvað sem við sjáum ekki oft. Heildarárangur majónessins í frammistöðu kom greinilega fram í dómgæslunni, svo það á sannarlega skilið einkunnina.
Þetta er frábær vara sem uppfyllir skilyrðin sem allir matreiðslumenn vilja og búast við þegar þeir nota vöru sem þessa. Þetta mun ganga langt í að veita matreiðsluheiminum viðmið sem hjálpar til við að láta hráefnin skína, setur matseðla á hærra plan og vekur áhuga matargesta. Vel gert Kraft Heinz Foodservice.”
CGOC Kokkarnir, sem skipuðu nefndina – Mark Reynolds, yfirmatreiðslumaður hjá Tottenham Football Club, Matt Owens, þróunarmatreiðslumaður Alliance Group og Andrew Green, framkvæmdastjóri Craft Guild of Chefs – lofuðu Heinz Professional majónesið sérstaklega fyrir lögun bragð og fjölhæfni og eiginleika þess sem lykilhráefni í fageldhúsinu.
Athugasemdir voru meðal annars:
„Það hélt vel og engin merki voru um að það skildi sig – jafnvel þegar það var mikið hrært og blandað. Það tók líka vel í að aðrir hlutir bættust við það, og hélt vel lögun.“
Og,
„Það virkar mjög vel þegar [bætt er við] ýmsum innihaldsefnum – Sri Lanka, sriracha, jurtaolíu o.s.frv. og með örlítinn sýrutón, þá hjálpaði það virkilega til að draga fram bragðið sem bætt var við.“
Sölustjóri matreiðslusviðs hjá Kraft Heinz, Lawrence Ager, bætti við:
„Þetta er ótrúlegur sigur fyrir Heinz Professional majónesið. Þetta er vara sem er framleidd af matreiðslumönnum, fyrir matreiðslumenn, og hjálpar þeim að útbúa freistandi rétti fyrir viðskiptavini sína.
Við tókum okkur góðan tíma og vönduðum okkur í að þróa þetta sem nýstárlega lausn til að mæta fjölmörgum kröfum stóreldhúsa af ýmsu tagi. Viðurkenning CGOC endurspeglar vissulega þá miklu vinnu sem við höfum lagt í að þróa þessa hágæða vöru sem nú aðgreinir sig með CGOC „Approved product“. Það er staðfesting á loforði okkar um að okkar majónes sé hágæða hráefni sem mætir öllum þörfum matreiðslumeistara.“
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti