Keppni
Heimsmeistaramót Barþjóna 2025 hafið: Barþjónar frá 97 löndum keppa í Kólumbíu

Róbert Aron Proppé Garðarsson ásamt fríðu föruneyti.
F.v. Árni Gunnarsson, Elna María Tómasdóttir, Róbert Aron Proppé Garðarsson, Teitur Riddermann Schiöth og Ómar Vilhelmsson
Heimsmeistaramótið í kokteilagerð, World Cocktail Championship (WCC) 2025, er nú formlega hafið í hinni sögulegu Kólumbísku borg Cartagena. Þar eru saman komnir barþjónar frá 97 löndum sem keppast um að hljóta titilinn besti barþjónn heims.
Mótið, sem haldið er af International Bartenders Association (IBA), stendur yfir í fjóra daga og lýkur með glæsilegri lokaathöfn og verðlaunaafhendingu næstkomandi fimmtudag.
Róbert Aron Proppé Garðarsson: Undirbúningur í fullum gangi fyrir þriðjudaginn
Fulltrúi Íslands, Róbert Aron Garðarsson Proppé, er mættur til Cartagena og hefur verið á fullu að undirbúa sig síðan hann kom á sunnudaginn. Róbert Aron keppir í hinum virta flokki WCC Classic Preliminary – Before Dinner.
Róbert Aron keppir með drykkinn sinn Prelude, en nafn hans vísar til hlutverks kokteilsins sem forleiks fyrir máltíð (Before Dinner). Drykkurinn er samsettur til að örva matarlystina með jafnvægi af sætum, beiskum og ferskum tónum.
Hann inniheldur Espolon Reposado Tequila, Campari, Monin Timur Berry Cordial og er toppaður með íslensku sódavatni.
Í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands að Róbert mun stíga á svið á þriðjudaginn, 25. nóvember í sínum flokki:
- Hvenær: Þriðjudagur 25. nóvember ÍSLENSKUR TÍMI: 21:30–23:00
Við óskum Róberti Aroni Proppé Garðarssyni, fulltrúa Íslands, góðs gengis í keppninni og vonum að hann tryggi sér sæti í úrslitum mótsins sem fara fram á miðvikudaginn.
Meðfylgjandi eru myndir af íslenska hópnum sem er Róberti til halds og trausts.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri







