Uppskriftir
Heimalagaðar humarrúllur
Hráefni:
Brauð
Sítrónupipar
Steinselja
Hvítlaukur
Smjör
Humarhalar
Ég er ekki með magn á hreinu en ég finn það ca út.
Gerði um daginn ca 30 rúllur og í það fór 1 stk smjör, 1 poki steinselja, rúmlega 1 hvítlaukur og 800 gr af humri.
Aðferð:
Byrja á því að skera skorpuna af brauðinu, nota svo kökukefli til að rúlla það í mjög þunnar sneiðar.
Saxa svo steinselju og mauka hvítlauk í skál.
Það er svo sett í pott með smjöri og brætt í potti.
Humarinn er settur á brauðið, krydda með sítrónupipar og rúlla upp.
Rúllurnar eru svo settar ofan í hvítlaukssmjörið og síðan á bökunarpappír og inní ofn í ca 10 mín á 180° með blæstri.
Myndirnar sýna hvernig þetta lítur út.
Borið fram með góðu salati og hvítlaukssósu.
Bæði sem forréttur eða léttur aðalréttur.
Ég fann þessa uppskrift fyrir mörgum árum í hefti sem ég fékk að gjöf frá Íslandsbanka, svo ég veit ekki hver er höfundur af þessu góðgæti.
Myndir og texti: Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín