Uppskriftir
Heimalagaðar humarrúllur
Hráefni:
Brauð
Sítrónupipar
Steinselja
Hvítlaukur
Smjör
Humarhalar
Ég er ekki með magn á hreinu en ég finn það ca út.
Gerði um daginn ca 30 rúllur og í það fór 1 stk smjör, 1 poki steinselja, rúmlega 1 hvítlaukur og 800 gr af humri.
Aðferð:
Byrja á því að skera skorpuna af brauðinu, nota svo kökukefli til að rúlla það í mjög þunnar sneiðar.
Saxa svo steinselju og mauka hvítlauk í skál.
Það er svo sett í pott með smjöri og brætt í potti.
Humarinn er settur á brauðið, krydda með sítrónupipar og rúlla upp.
Rúllurnar eru svo settar ofan í hvítlaukssmjörið og síðan á bökunarpappír og inní ofn í ca 10 mín á 180° með blæstri.
Myndirnar sýna hvernig þetta lítur út.
Borið fram með góðu salati og hvítlaukssósu.
Bæði sem forréttur eða léttur aðalréttur.
Ég fann þessa uppskrift fyrir mörgum árum í hefti sem ég fékk að gjöf frá Íslandsbanka, svo ég veit ekki hver er höfundur af þessu góðgæti.
Myndir og texti: Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný