Uppskriftir
Heimalagaðar humarrúllur
Hráefni:
Brauð
Sítrónupipar
Steinselja
Hvítlaukur
Smjör
Humarhalar
Ég er ekki með magn á hreinu en ég finn það ca út.
Gerði um daginn ca 30 rúllur og í það fór 1 stk smjör, 1 poki steinselja, rúmlega 1 hvítlaukur og 800 gr af humri.
Aðferð:
Byrja á því að skera skorpuna af brauðinu, nota svo kökukefli til að rúlla það í mjög þunnar sneiðar.
Saxa svo steinselju og mauka hvítlauk í skál.
Það er svo sett í pott með smjöri og brætt í potti.
Humarinn er settur á brauðið, krydda með sítrónupipar og rúlla upp.
Rúllurnar eru svo settar ofan í hvítlaukssmjörið og síðan á bökunarpappír og inní ofn í ca 10 mín á 180° með blæstri.
Myndirnar sýna hvernig þetta lítur út.
Borið fram með góðu salati og hvítlaukssósu.
Bæði sem forréttur eða léttur aðalréttur.
Ég fann þessa uppskrift fyrir mörgum árum í hefti sem ég fékk að gjöf frá Íslandsbanka, svo ég veit ekki hver er höfundur af þessu góðgæti.
Myndir og texti: Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









