Uppskriftir
Heimagerðir djúpsteiktir kleinuhringir
Fyrir 6
Þeir sem vilja gera sína eigin kleinuhringi þá er hér góð uppskrift.
Hægt er að setja matarliti og kökuskraut til að fullkomna listaverkið.
750 g hveiti
60 g sykur
10 g salt
20 g þurrger
40 g af vatni
7 stk. heil egg
1 tsk. lyftiduft
250 g smjör
Glassúr
Flórsykur
Vatn eða safi
Vinnið hráefnið saman með spaða í hrærivél. Hveiti, salt, sykur, ger, vatn og egg á litlum hraða þar til deigið kemur vel saman í um 2 til 5 mínútur.
Bætið smjörinu í litlum teningum og hrærið þar til smjörið er komið saman við deigið.
Látið hefast í 45 mínútur. Kýlið niður og dreifið á smjörpappír með hveiti stráð á. Gott að láta hvíla yfir nótt í kæli. Rúllið deigið út í um 3 cm þykkt. Stingið úr í hringi og skerið út litlar holur með minna útstungujárni.
Djúpsteikið í 170–190 °C heitri olíu. Snúið við og steikið á hinni hliðinni. Látið kólna og skreytið með glassúr með bragðefni að eigin vali (glassúr er bara flórsykur með ögn af vökva). Prófið til dæmis ávaxtasafa eða kakóduft.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?