Uppskriftir
Heimagerðir djúpsteiktir kleinuhringir
Fyrir 6
Þeir sem vilja gera sína eigin kleinuhringi þá er hér góð uppskrift.
Hægt er að setja matarliti og kökuskraut til að fullkomna listaverkið.
750 g hveiti
60 g sykur
10 g salt
20 g þurrger
40 g af vatni
7 stk. heil egg
1 tsk. lyftiduft
250 g smjör
Glassúr
Flórsykur
Vatn eða safi
Vinnið hráefnið saman með spaða í hrærivél. Hveiti, salt, sykur, ger, vatn og egg á litlum hraða þar til deigið kemur vel saman í um 2 til 5 mínútur.
Bætið smjörinu í litlum teningum og hrærið þar til smjörið er komið saman við deigið.
Látið hefast í 45 mínútur. Kýlið niður og dreifið á smjörpappír með hveiti stráð á. Gott að láta hvíla yfir nótt í kæli. Rúllið deigið út í um 3 cm þykkt. Stingið úr í hringi og skerið út litlar holur með minna útstungujárni.
Djúpsteikið í 170–190 °C heitri olíu. Snúið við og steikið á hinni hliðinni. Látið kólna og skreytið með glassúr með bragðefni að eigin vali (glassúr er bara flórsykur með ögn af vökva). Prófið til dæmis ávaxtasafa eða kakóduft.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí