Uppskriftir
Heimagerðir djúpsteiktir kleinuhringir
Fyrir 6
Þeir sem vilja gera sína eigin kleinuhringi þá er hér góð uppskrift.
Hægt er að setja matarliti og kökuskraut til að fullkomna listaverkið.
750 g hveiti
60 g sykur
10 g salt
20 g þurrger
40 g af vatni
7 stk. heil egg
1 tsk. lyftiduft
250 g smjör
Glassúr
Flórsykur
Vatn eða safi
Vinnið hráefnið saman með spaða í hrærivél. Hveiti, salt, sykur, ger, vatn og egg á litlum hraða þar til deigið kemur vel saman í um 2 til 5 mínútur.
Bætið smjörinu í litlum teningum og hrærið þar til smjörið er komið saman við deigið.
Látið hefast í 45 mínútur. Kýlið niður og dreifið á smjörpappír með hveiti stráð á. Gott að láta hvíla yfir nótt í kæli. Rúllið deigið út í um 3 cm þykkt. Stingið úr í hringi og skerið út litlar holur með minna útstungujárni.
Djúpsteikið í 170–190 °C heitri olíu. Snúið við og steikið á hinni hliðinni. Látið kólna og skreytið með glassúr með bragðefni að eigin vali (glassúr er bara flórsykur með ögn af vökva). Prófið til dæmis ávaxtasafa eða kakóduft.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park









