Uppskriftir
Heimagerðir djúpsteiktir kleinuhringir
Fyrir 6
Þeir sem vilja gera sína eigin kleinuhringi þá er hér góð uppskrift.
Hægt er að setja matarliti og kökuskraut til að fullkomna listaverkið.
750 g hveiti
60 g sykur
10 g salt
20 g þurrger
40 g af vatni
7 stk. heil egg
1 tsk. lyftiduft
250 g smjör
Glassúr
Flórsykur
Vatn eða safi
Vinnið hráefnið saman með spaða í hrærivél. Hveiti, salt, sykur, ger, vatn og egg á litlum hraða þar til deigið kemur vel saman í um 2 til 5 mínútur.
Bætið smjörinu í litlum teningum og hrærið þar til smjörið er komið saman við deigið.
Látið hefast í 45 mínútur. Kýlið niður og dreifið á smjörpappír með hveiti stráð á. Gott að láta hvíla yfir nótt í kæli. Rúllið deigið út í um 3 cm þykkt. Stingið úr í hringi og skerið út litlar holur með minna útstungujárni.
Djúpsteikið í 170–190 °C heitri olíu. Snúið við og steikið á hinni hliðinni. Látið kólna og skreytið með glassúr með bragðefni að eigin vali (glassúr er bara flórsykur með ögn af vökva). Prófið til dæmis ávaxtasafa eða kakóduft.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF