Vertu memm

Uppskriftir

Heimagerð Alioli dressing

Birting:

þann

Alioli dressing

Alioli dressing
Mynd: úr safni

Líka góð á salöt og kartöflur

1 stk. bökunarkartafla
1 stk. eggjarauða
1 tsk. dijon sinnep
1 stk. hvítlauksgeiri
100 ml olía
2 tsk. salt
1 tsk. pipar

Aðferð:

  1. Hægt er að nota soðna eða bakaða kartöflu.
  2. Kartafla, eggjarauða, dijon sinnep, hvítlaukur og smá salt sett saman í matvinnsluvél og maukað saman.
  3. Gott er að setja örlítið vatn út í til að þynna.
  4. Bætið olíunni rólega saman við blönduna.
  5. Passa að sósan verði ekki of þykk, því þá skilur hún sig.
  6. Að lokum er sósan bragðbætt með salti og pipar.
  7. Einnig er hægt að setja allskyns krydd út í t.d. basilíku, timían, saffran.
Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeistari

Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeistari

Höfundur er Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeistari. Uppskrift þessi var birt í bæklingnum Næring og mataræði.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið