Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Héðinn Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í Reykjavík

F.v. Elías Guðmundsson eigandi, Arnar Ingi Kristenssen matreiðslumaður, Sigurjón Braga Geirsson yfirkokkur, Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður og Karl Viggó Vigfússon eigandi og framkvæmdastjóri.
Héðinn Kitchen & Bar er nýr veitingastaður & bar í 101 Reykjavík, í endurhönnuðu húsnæði sem áður var stálsmiðjan Héðinn. Staðurinn mun opna 17. júní næstkomandi.
Húsnæðið var nýlega endurhannað og þessu stóra og sögufræga húsnæði breytt í hótel, veitingastað og kaffihús og bar. Hönnunarfyrirtækið I AM LONDON sá um að breyta þessari fyrrum stálsmiðju í glæsilegt rými hafið sem mun bæta lífi og lit á Granda.
Í framlínu veitingastaðarins Héðinn eru stofnendurnir Karl Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson sem eru báðir vanir veitingamenn og einnig æskuvinir.

Þvílíkt teymi
Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður, Sigurjón Braga Geirsson yfirkokkur og Arnar Ingi Kristenssen matreiðslumaður
Þeir fengu til liðs við sig kokkinn Sigurjón Braga Geirsson, landsliðskokk og fyrrum landsliðsþjálfara Kokkalandsliðsins til að skapa spennandi en samt sem áður afslappaðan less is more matseðil, sem mun vera árstíðarbundinn og áhugaverður. Sindri Guðbrandur Sigurðsson landsliðkokkur og Arnar Ingi Kristenssen matreiðslumaður munu standa þétt við bakið á Sigurjóni.
Stefán Ingi Guðmundsson framreiðslumeistari mun stýra staðnum af einskærri snilld. En hann er Íslandsmeistari í barþjóni 2015 og hefur 36 ára reynslu í bransanum.
Viggó og Elli eru sem áður sagði veitingageiranum vel kunnugir hérlendis, en Elli er stofnandi Gló veitingastaða og starfaði þar sem framkvæmdastjóri um árabil. Viggó, sem er lærður og virtur bakari og konditor, er stofnandi og framkvæmdastjóri Blackbox, en var einnig einn af stofnendum OmmNomm og Skúbb.

Hönnunarfyrirtækið I AM LONDON sá um að breyta þessari fyrrum stálsmiðju í glæsilegt rými hafið sem mun bæta lífi og lit á Granda
Sigurjón Bragi Geirsson yfirkokkur Héðinn restaurant var í Kokkalandsliðinu og landsliðsþjálfari á árunum 2016-2020. Hann nam á Silfur, starfaði seinna á Hótel Borg, Kolabrautinni, Garra og Essensia. Sindri Guðbrandur Sigurðsson landsliðkokkur mun standa vaktina með Sigurjóni en hann hefur starfað á Ion hótel Nesjavellir um árabil.
Elenora Rós Georgesdóttir bakari og metsöluhöfundur mun svo töfra fram einstakt bakkelsi og kökur á nýja kaffihúsinu og skapa góða stemningu eins og henni einni er lagið.
Fylgist með á Instagram: Héðinn Kitchen & Bar
Myndir: Hallur Karlsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun