Frétt
Hátt verðlag á matseðli hjá Bambus | Íslenskur sjávarplatti á 19.990 krónur

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Á heimasíðu veitingastaðarins Bambus við Borgartún 16 er hægt að skoða matseðillinn, en hann inniheldur fjölmarga rétti.
Verðlagið á súpunum, forréttunum og kjötréttunum er sem gengur og gerist á veitingastöðum bæjarsins, en þegar kemur að sjávarréttunum þá er fyrsta hugsunin sem skýst upp í kollinn sú hvort að vitlaust verðmerking er á matseðlinum því að verðlagið er frekar hátt eða frá 3.990 til 19.990 krónur.
Dýrasti rétturinn er Íslenskur sjávarplatti sem inniheldur leturhumar, kræklingur, rækjur og lax og kostar herlegheitin eins og áður segir 19.990 krónur. Á heimasíðunni er búið að þýða réttina yfir á ensku og á kínversku. Á ensku: Icelandic seafood plate: combined with Icelandic langoustine, mussle, shrimp and salmon og á kínversku: 时令海鲜大拼盘 sem þýðir Árstíðabundið sjávarfang á fati.
Fersk tindabikkja elduð á tvo vegu kostar 11.990 krónur og Íslensk grásleppa að hætti Hong Kong á 10.560 krónur.
Ekki kemur fram á heimasíðunni fyrir hvað marga eru réttirnir, hvort það eru margir sem deila réttinum.
Hér að neðan er hluti af matseðlinum, þ.e. Sjávarréttirnir eins og þeir eru listaðir upp á heimasíðunni:
1. Íslenskur sjávarplatti: leturhumar, kræklingur, rækjur og lax kr. 19.990
2. Snöggsteiktur íslenskur leturhumar í hvítlaukssmjöri (5 piece) (whole piece) kr.9.360 (10 piece) kr.15.360
3. Gufusoðin hörpuskel með hvítlauk og kínverskum hrísgrjónanúðlum (5 piece) (whole piece) kr.5.990 (10 piece) kr.11.990
4. Fersk tindabikkja elduð á tvo vegu: djúpsteikt og soja soðin kr. 11.990
5. Íslensk grásleppa „Hong Kong style“ kr. 10.560
6. Íslenskur þorskur „Hong Kong style“ kr. 6.990
7. Gufusoðinn íslenskur þorskur “ Sichuan style“ með svartbaunasósu kr. 5.990
8. Wok steikt hrefnusteik með „Bambus“ heimalagaðri kínverskri piparsósu kr. 6.990
9. Ferkur íslenskur lax „sashimi“ með wasabi (300gram) kr. 7.290
10. Wok steikur ferskur krabbi með engifer og blaðlauk kr. 7.290
11. Djúpsteiktar þorskgellur með salt og pipar kr. 6.990
12. Pönnusteiktur kræklingur í svartbaunasósu kr. 6.990
13. Þorskur í sterkkryddaðri súpu „Sichuan style“ kr. 5.990
14. Pönnusteiktur þorskur með lemongrass sósu kr. 3.990
15. Pönnusteiktur lax með Terayaki sósu kr. 3.990
Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða á heimasíðu Bambus.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






