Markaðurinn
Hátíðarkryddblöndur frá Kryddhúsinu – fyrir stóreldhús
Kryddhúsið kynnir hátíðarkryddin, ilmandi blöndur sem leika við bragðlaukana
Í tilefni hátíðanna kynnir Kryddhúsið úrval ljúffengra og vandaðra hátíðarkryddblandna sem gera undirbúning jólanna enn skemmtilegri og bragðmeiri. Kryddhúsið er þekkt fyrir hágæða krydd, hreinleika og einstaklega vel samsettar blöndur og eru hátíðarkryddin engin undantekning. Hátíðarkryddblöndurnar frá Kryddhúsinu eru nú aðgengilegar í helstu verslunum, en þær eru einnig fáanlegar í stóreldhúsapakkningum hjá John Lindsay.
Kalkúnakrydd – fullkomin blanda fyrir hátíðarsteikina
Sérvalin krydd sem gefa jólakalkúninum ljúft, djúpt og ilmandi bragð. Blandan hentar einnig með hægelduðu kjöti, fyllingum og ofnsteiktu grænmeti.
Pumpkin Spice – hlýja og jólaleg sæta
Klassísk og vinsæl blanda sem passar í allt frá latte og bökunum yfir í hafragraut, smákökur og vöfflur. Duftið sem gerir haustið og jólin að upplifun.
Jólaglögg – krydd sem skapar stemninguna
Einstaklega vel samsett blanda fyrir hátíðlegt jólaglögg, blandan er einnig frábær í piparkökur, jólasósur og eftirrétti. Ilmurinn af blöndunni kemur þér í sannkallað hátíðarskap.
Um Kryddhúsið
Kryddhúsið státar af yfir 90 tegundum af hágæða kryddi og kryddblöndum, bæði í heilu og möluðu kryddi sem framleitt er úr hráefnum í hæsta gæðaflokki. Kryddin eru án óæskilegra aukaefna eins og MSG, sílíkon díoxíð, fylliefna eða bragðaukandi efna og eru flestar blöndurnar einnig án salts, nema þegar sjávarsalt er notað í hóflegu magni.
Kryddin frá Kryddhúsinu eru líka vegan og glútenlaus og hefur verið nostrað við hverja bragðtegund fyrir sig til að skila einstakri bragðupplifun í matseldinni.
Ekki bara krydd… heldur bragðupplifun!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni19 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó













