Markaðurinn
Hátíðar margensterta með sérrírjóma og súkkulaði til að njóta um hátíðarnar
Marengsbotnar:
4 eggjahvítur
150 gr sykur
100 gr púðursykur
1 tsk vanilluextract
1 tsk lyftiduft
4 dl kornflex
Fylling:
500 ml rjómi frá Gott í matinn
150 gr suðusúkkulaði
2-4 msk sérrí
3 msk flórsykur
Ofaná:
150 gr suðusúkkulaði
150 ml rjómi
1 msk sérrí
Jarðarber
Aðferð:
- Hitið ofn í 120 gráður með blæstri og setjið smjörpappír í botninn á tveimur u.þ.b 23 cm kökuformum.
- Þeytið eggjahvítur, sykur, púðursykur, vanillu og lyftiduft þar til blandan verður mjög stíf, ég þeyti á hæstu stillingu á hrærivél í 5-7 mínútur.
- Hellið kornflexi út í og hrærið því varlega saman við með sleikju.
- Skiptið blöndunni jafnt í formin tvö og sléttið úr. Bakið í 60 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og opnið á hann smá rifu og leyfið marengsbotnunum að kólna í ofninum. Gott að gera kvöldinu áður og leyfa að vera í ofni yfir nótt.
- Fyrir fyllinguna: Sxaið súkkulaðið smátt. Hellið rjóma í skál ásamt sérríi og flórsykri. Þeytið þar til rjóminn er nánast stífþeyttur. Smakkið rjóman og bætið við sérrí eftir smekk. Bætið súkkulaðinu loks saman við með sleikju.
- Leggið annan marengsbotninn á disk, breiðið úr rjómanum yfir og leggið hinn botninn ofan á.
- Bræðið saman á mjög vægum hita, súkkulaði, rjóma og sérrí. Leyfið að kólna aðeins og smyrjið loks ofan á tertuna. Toppið að lokum með nóg af jarðarberjum.
- Gott er að setja rjómann á marengsbotnana 2-4 klst áður en hann er borinn fram og geyma í ísskáp.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024