Starfsmannavelta
Hátæknivæddasti Food bar í heimi til sölu
Í apríl í fyrra opnaði einn tæknilega fullkomnasti bar heims. Róbotar sáu um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur var á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi.
Sjá einnig:
Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila
Staðurinn heitir Ice+fries Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík.
Nú er staðurinn til sölu, en í fréttatilkynningu segir að Ice+fries er sérstaklega byggður upp með „franchise“ og útrás til annarra landa í huga og fyrirmynd annarra Ice+fries staða í heiminum.
Í kjölfar opnunar Ice+fries í Reykjavík í fyrra, var stefnt að opnun fleiri staða, víðsvegar um heiminn. Má þar nefna, Berlín, Lissabon og París. Erlendar hótel og veitingahúskeðjur sýndu strax áhuga á Ice+fries, að því er fram kemur í tilkynningu.
Glacierfire hefur eytt yfir 2 milljónir dollara (um 270 milljónir ísl. kr.) í byrjunarkostnað til koma hugmyndinni á framfæri.
Ice+frie er einnig með GlacierFire vörumerkið til sölu, drykkjarvörufyrirtæki með fjölbreyttar lúxus drykkjarvörur sem drykkjarvörubirgir fyrir veitingastaðina., sjá vefsíðu hér. Sem getur selst með eða aðskilið. Enda tvær ólíkar viðskiptahugmyndir.
Einnig stórkostlegir möguleikar þar, enda hafa erlendir aðilar talað um Glacierfire sem best heppnaða markaðssetning í drykkjarvörum, sem þeir hafa séð. Einn eigandana vill halda áfram með með merkið og er með sterk erlend dreifingasambönd.
Í tilkynningu frá eigendum staðarins spá þeir miklu góðæri á næsta leiti, enda fjölda Covid bóluefna að fara í umferð á Íslandi og „food bar“ inn verði sérstaklega vinsæll meðal ferðamanna og þungmiðja í næturlífi Reykjavíkur og því kjörið viðskiptatækfæri.
Áhugasamir geta haft samband við Arnar Loftsson Löggiltan fasteigna-, og fyrirtækjasala ([email protected]), sem sér um söluna.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux