Starfsmannavelta
Hátæknivæddasti Food bar í heimi til sölu
Í apríl í fyrra opnaði einn tæknilega fullkomnasti bar heims. Róbotar sáu um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur var á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi.
Sjá einnig:
Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila
Staðurinn heitir Ice+fries Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík.
Nú er staðurinn til sölu, en í fréttatilkynningu segir að Ice+fries er sérstaklega byggður upp með „franchise“ og útrás til annarra landa í huga og fyrirmynd annarra Ice+fries staða í heiminum.
Í kjölfar opnunar Ice+fries í Reykjavík í fyrra, var stefnt að opnun fleiri staða, víðsvegar um heiminn. Má þar nefna, Berlín, Lissabon og París. Erlendar hótel og veitingahúskeðjur sýndu strax áhuga á Ice+fries, að því er fram kemur í tilkynningu.
Glacierfire hefur eytt yfir 2 milljónir dollara (um 270 milljónir ísl. kr.) í byrjunarkostnað til koma hugmyndinni á framfæri.
Ice+frie er einnig með GlacierFire vörumerkið til sölu, drykkjarvörufyrirtæki með fjölbreyttar lúxus drykkjarvörur sem drykkjarvörubirgir fyrir veitingastaðina., sjá vefsíðu hér. Sem getur selst með eða aðskilið. Enda tvær ólíkar viðskiptahugmyndir.
Einnig stórkostlegir möguleikar þar, enda hafa erlendir aðilar talað um Glacierfire sem best heppnaða markaðssetning í drykkjarvörum, sem þeir hafa séð. Einn eigandana vill halda áfram með með merkið og er með sterk erlend dreifingasambönd.
Í tilkynningu frá eigendum staðarins spá þeir miklu góðæri á næsta leiti, enda fjölda Covid bóluefna að fara í umferð á Íslandi og „food bar“ inn verði sérstaklega vinsæll meðal ferðamanna og þungmiðja í næturlífi Reykjavíkur og því kjörið viðskiptatækfæri.
Áhugasamir geta haft samband við Arnar Loftsson Löggiltan fasteigna-, og fyrirtækjasala ([email protected]), sem sér um söluna.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta