Starfsmannavelta
Hannes Boy lokar eftir sumaropnunina
Í sumar var veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði með breyttu sniði þar sem honum var breytt í kaffi/ísbúð og voru margir gestir ánægðir með þessa breytingu.
Sjá einnig:
Veitingastaðirnir Kaffi Rauðka og Hannes boy á Siglufirði opnuðu í byrjun sumar en þeir höfðu þá verið lokaðir yfir síðastliðinn vetur. Ekki hefur verið gefin út tilkynning frá Kaffi Rauðku með áframhaldandi starfsemi.
Í boði á Hannes Boy voru margar tegundir af ís, bananasplit, vöfflur, heitt súkkulaði, espresso kaffi og margt fleira. Í fyrstu var opnunartíminn frá klukkan 12:00 til 20:00 alla daga, sem síðar var breytt í fimmtu-, föstu-, laugar-, og sunnudag frá klukkan 12:00 til 17:00.
Í dag sunnudaginn 9. ágúst er síðasti opnunardagur sumarsins hjá Hannes Boy.
Myndir: facebook / Hannes Boy
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni