Vertu memm

Frétt

Hamborgarhryggurinn á enn fastar rætur í hjörtum landsmanna

Birting:

þann

Hamborgarahryggur

Alls kváðust 49% landsmanna ætla að borða hamborgarahrygg sem aðalrétt á aðfangadagskvöld.
Mynd: úr safni

Hamborgarhryggurinn á enn fastar rætur í hjörtum landsmanna en neysla á lambakjöti á aðfangadag fer minnkandi.

Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR á matarvenjum landsmanna á aðfangadag sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember 2018.

Alls kváðust 49% landsmanna ætla að borða hamborgarhrygg sem aðalrétt á aðfangadagskvöld, 9% kváðust ætla að borða kalkún og önnur 9% lambakjöt (annað en hangikjöt), 8% sögðu rjúpu vera á boðstólnum á sínu heimili, 5% nautakjöt og 4% svínakjöt (annað en hamborgarhrygg). Þá kváðust tæp 16% ætla að gæða sér á annars konar aðalrétt en ofantöldu.

Hamborgarhryggshefðin sterk á aðfangadag

Spurt var: Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á aðfangadagskvöld? Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt)*, nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur)**, önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 96,3% afstöðu til spurningarinnar.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið