Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hallgrímur Friðrik: „Þrjóskan kom okkur á lappir….“

Birting:

þann

6a Kraftöl - Hallgrímur Friðrik: "Þrjóskan kom okkur á lappir...."

Hallgrímur Friðrik Sigurðarson og Þóra Hlynsdóttir ásamt dóttir og hundinum þeirra

Veitingahjónin Hallgrímur Friðrik Sigurðarson og Þóra Hlynsdóttir hafa haft í nógu að snúast síðustu ár, en þau reka R5 barinn við Ráðhústorgið á Akureyri og 6a Kraftöl.

6a Kraftöl var stofnað árið 2021 og var staðsett í huggulegum litlum skúr á Eyrinni á Akureyri.

Sjá einnig: Nýtt handverks brugghús á Akureyri – Krúttlegt og áhugavert „Nano Brewery“

„Við byrjuðum að kaupa öl frá 6a til að selja á R5 og heyrðum svo að fyrirtækið væri til sölu og buðum strax í það, enda frábær framleiðsla og nánast í næstu götu við barinn.“

Sagði Hallgrímur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig kom það til að þau hjónin keyptu 6a Kraftöl.  Hallgrímur er matreiðslumaður að mennt.

„6a sérhæfir sig í fölöli og raföli, eða Pale ale og Amber ale eins það er kallað af þeim sem vilja slá um sig með erlendum heitum.

Að brugga bjór er ekki ólíkt matreiðslunni, þar sem ég hef verið í tæp 30 ár og því nokkuð auðvelt heimfæra þá reynslu í þetta nýja verkefni.“

„Þrjóskan kom okkur á lappir….“

Eftir tæpt ár í þeirra eigu fór verksmiðjan á kaf þegar sjó flæddi um alla eyrina á Akureyri.  Þá eyðilagðist stór hluti allra tækja, lager og hráefni.

Veisluþjónusta

Þetta var margra milljóna tjón og mikið högg fyrir þau hjónin og óvíst um tíma hvort þetta kæmist af stað aftur.

„Þrjóskan kom okkur á lappir og nú erum við flutt í mjög gott húsnæði í Njarðarnesi og afar ólíklegt að sjórinn nái okkur þar uppá hæðinni.“

6a Kraftöl - Hallgrímur Friðrik: "Þrjóskan kom okkur á lappir...."

6a Kraftöl - Hallgrímur Friðrik: "Þrjóskan kom okkur á lappir...."

Þau hafa fjárfest mikið í sérhæfðum tækjum, vatnslögnum og kæligræjum.

6a Kraftöl tók þátt í bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal sem haldin var í sumar, en þar mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.  6a Kraftöl hreppti annað sætið í keppninni með Mt. Súlur, rafgullið öl, jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.

Sjá einnig: Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum

„Nú er það upp og áfram í því að búa til akureyrskasta öl í heimi.“

Sagði Hallgrímur hress að lokum.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið