Viðtöl, örfréttir & frumraun
Halla leitar að húsnæði – Þakkar eigendum Skólamatar fyrir ómetanlega aðstoð
Halla María Svansdóttir, eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu í Grindavík, leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í 1-2 ár.
Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu Höllu.
„Ég hef fulla trú á því að við förum aftur heim en á meðan við vitum EKKERT þurfum við aðstöðu til að halda áfram með reksturinn.“
Segir í tilkynningu, en hana er hægt að lesa í heild sinni hér að neðan:
Þá er komið að því.
Við „hjá höllu“ erum að leita okkur að atvinnuhúsnæði til leigu í 1-2 ár.
Ég hef fulla trú á því að við förum aftur heim en á meðan við vitum EKKERT þurfum við aðstöðu til að halda áfram með reksturinn. Ég er svo sammála, það þarf að vera raunsær þó það sé ekki auðvelt. Ég er búin að gefa allt svigrúm sem ég tel vera hægt að gefa frá minni hálfu til þess að bíða eftri góðum svörum en ég held að við verðum að bíða áfram.
Ég trúi því að framtíðin sé björt fyrir Grindavík en hvenær sú framtíð byrjar er óljóst. Á meðan er ég ekki tilbúin að sleppa tökum og ætla að halda áfram og vera tilbúin að fara til baka þegar tími gefst og er réttur fyrir hvern og einn. Það er líka mikilvægt að allir skilji og taki tillit til ákvarðana sem hver og einn tekur fyrir sig og sína. Það er búið að sanna það fyrir löngu að ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá gerir það enginn fyrir þig.
Hjá höllu vantar vinnslueldhús með góðu borðplássi og góðu kæli- og frysti plássi. Við erum til í að vera áfram hér í Reykjanesbæ og líka á höfuðborgarsvæðinu.
Endilega ef þið hafið eitthvað fyrir okkur eða þekkið einhvern sem á eitthvað fyrir okkur þá erum við til í að skoða það.
Ég vil líka fá að nota tækifærið og fá að þakka innilega fyrir okkur, Elsku Axel, Fanný, Nonni og fjölskylda í Skólamat….. þið eruð FRÁBÆR í alla staði. Ég veit ekki hvað við værum án ykkur. Það eru engin orð sem ná yfir það sem þið hafið gert fyrir okkur en ég verð ykkur ævinlega þakklát.
Verum hugrökk og stöndum saman.
Mynd: facebook / Hjá Höllu

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?