Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hákon kokkur kom færandi hendi – Hlaðvarp
Þáttastjórnendur Á tæpasta vaði fengu góða heimsókn á dögunum þegar Hákon Sæmundsson matreiðslumaður og eigandi fiskbúðarinnar á Siglufirði kom færandi hendi og gaf þeim félögum Fish & Chips.
Hákon eða Loki Sjávardýrasali eins og þeir vilja kalla hann, fór aðeins yfir sjómennskuna og lífið um borð í Heimaklett ÓF, þar sem Hákon er afleysingarkokkur hjá.
Fiskbúðin með vínveitingaleyfi
Fiskbúð Fjallabyggðar hefur fengið endurnýjað rekstrarleyfi veitinga og má nú bjóða uppá kaldan drykk með Fisk & franskar sem er einn vinsælasti rétturinn þar á bæ. Ekki er um útrás að ræða né stendur til að breyta Fiskbúðinni í krá, heldur verður boðið upp á einn ískaldan frá Segli 67, að því er fram kemur á hedinsfjordur.is.
Skemmtilegur þáttur þar sem heyra má þáttastjórnendur stynja af ánægju á meðan þeir smjöttuðu á fisknum.
Myndir: facebook / Á tæpasta vaði

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss