Keppni
Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins 2017
Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2017 í Hörpu. Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar sem krýndi sigurvegara keppninnar nú rétt í þessu.
Það var Hafsteinn Ólafsson starfandi matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Deplar Farm / Strikinu. Í þriðja sæti var Víðir Erlingsson matreiðslumaður á Bláa Lóninu.
Þeir fimm sem kepptu til úrslita voru:
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.
Fyrirkomulagið á keppninni Kokkur ársins var að faglærðir matreiðslumenn sendu í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 12 uppskriftir sem þótti lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.

Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins 2017.
F.v. Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Víðir Erlingsson
Þessir 12 matreiðslumenn sem valdir voru áfram í keppninni, elduðu réttinn sinn fyrir dómnefnd mánudaginn 18. september s.l. í Kolabrautinni. Það voru síðan 5 sterkustu keppendurnir sem komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin var í dag í Hörpu. Í úrslitakeppninni var leyndarkörfu (Mistery basket) fyrirkomulagið og í forrétt var skylda að nota heilan skötusel, fersk ígulker og ferska hörpuskel. Í aðalrétt þurftu keppendur að útfæra sína 2017 útgáfu af klassíska réttinum “Önd Orange”.
Keppendur fengu 2 heilar Franskar Barberie endur sem skylduhráefni. Í eftirrétt frosin íslensk aðalbláber, Cacao Barry mjólkursúkkulaði 38% og gríska jógúrt. Aðalatriðið í eftirréttinum varð að vera borið fram heitt.
Samhliða keppninnar var haldin glæsilegur kvöldverður þar sem Kokkalandsliðið sá um að matreiða 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum. Eftir kvöldverðinn var haldið bransapartý af bestu gerð.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.
Auk peningaverðlauna og bikar þá hlýtur sigurvegarinn Hafsteinn Ólafsson að launum þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda sem fram fer í Danmörku á næsta ári.
Myndir af facebook síðunni: Kokkur ársins / Sigurjón Sigurjónsson

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí