Keppni
Hafsteinn keppir í dag í Global Young Chefs
Nú stendur keppnin „Global Young Chefs Challenge“ um besta unga matreiðslumann Norður Evrópu yfir í Álaborg í Danmörku. Íslenski keppandinn Hafsteinn Ólafsson er 23 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu af matreiðslukeppnum.
Hafsteinn starfar á Apótek Restaurant og vann tvívegis silfur í keppninni „Matreiðslumaður ársins“ árin 2012 og 2013, hann keppti árið 2013 í keppninni „Nordic Chef Junior“ og var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or keppninni 2013. Hafsteinn er jafnframt í Kokkalandsliðinu.
Þetta er fyrir mér ný áskorun og öðruvísi keppni en ég hef áður reynt, tíminn í eldhúsinu er stuttur og tímapressan töluverð.
Segir Hafsteinn sem kemur sterkur til leiks og hellir sér á fullu í Kokkalandsliðsæfingar að lokinni keppni.
Verkefni Hafsteins í keppniseldhúsinu er að útbúa þriggja rétta máltíð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem svo er dæmt af hópi dómara. Þráinn Freyr Vigfússon frá Lava í Bláa Lóninu er fulltrúi Íslands í dómnefndinni.
Keppnisúrslit í „Global Young Chefs Challenge“ verða tilkynnt í kvöld 5. júní og mun sigurvegari Norður Evrópu keppninnar keppa á næsta ári í alþjóðlegri úrslitakeppni um titilinn „Global Young Chef“.
Síðar í dag keppir Steinn Óskar Sigurðsson á sama stað í keppninni „Global Chefs Challenge“.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem sendir sex keppendur til leiks í einstaklingskeppnum í Danmörku dagana 4.-6. júní.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Frétt21 klukkustund síðan
Uber Eats höfðar mál gegn DoorDash vegna meintra einokunaraðferða