Frétt
Hafliði spjallar við áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum – Hlaðvarp

Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins.
Í hlaðvarpsþættinum Máltíð er fjallað um mat og matarmenningu á Íslandi. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins. Hann heyrir líka í bændum, frumkvöðlum í matvælaiðnaði og eldheitu áhugafólki um mat.
Fyrsti þátturinn er einskonar aðdragandi að því sem koma skal þar sem Hafliði ræðir um veitingamennskuna og deilir með hlustendum góðri sögu í aðdraganda jólanna.
Máltíð er nýjasti þátturinn í Hlöðunni, sem er hlaðvarpshluti Bændablaðsins. Hlaðan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum, s.s. SoundCloud, Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





