Frétt
Hafliði spjallar við áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum – Hlaðvarp

Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins.
Í hlaðvarpsþættinum Máltíð er fjallað um mat og matarmenningu á Íslandi. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins. Hann heyrir líka í bændum, frumkvöðlum í matvælaiðnaði og eldheitu áhugafólki um mat.
Fyrsti þátturinn er einskonar aðdragandi að því sem koma skal þar sem Hafliði ræðir um veitingamennskuna og deilir með hlustendum góðri sögu í aðdraganda jólanna.
Máltíð er nýjasti þátturinn í Hlöðunni, sem er hlaðvarpshluti Bændablaðsins. Hlaðan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum, s.s. SoundCloud, Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð