Vertu memm

Markaðurinn

Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York – Myndir

Birting:

þann

Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York - Myndir

Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae

Dagana 5.–7. september var hátíðin Taste of Iceland haldin í New York en hún samanstóð af viðburðum um alla borg sem sýndu það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða. Þar meðtalið mat og drykk, tónlist, bókmenntir, list og hönnun, náttúru og fleira.

Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by JBF þar sem þau kynntu íslenskt hráefni og kenndu þátttakendum að matreiða það.

Íslenska lambakjötið var auðvitað í aðahlutverki á matseðlinum en þar að auki var framreitt skyr og íslenskur þorskur ásamt ljúffengu meðlæti. Lambakjötið var borið fram í klassískri íslenskri kjötsúpu í forrétt en einnig sem steik í öðrum aðalrétti kvöldsins. Báðir réttir vöktu mikla lukku meðal þátttakenda enda er íslenska lambakjötið einstakt á heimsvísu.

Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York - Myndir

Hafliði Halldórsson, Snædís Xyza Mae og Ólöf Ólafsdóttir pastry chef.

Að loknu námskeiðinu nutu þátttakendur veitinganna með þeim Hafliða og Snædísi og má með sanni segja að viðburðurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður.

Myndir: www.icelandiclamb.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið