Markaðurinn
Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York – Myndir
Dagana 5.–7. september var hátíðin Taste of Iceland haldin í New York en hún samanstóð af viðburðum um alla borg sem sýndu það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða. Þar meðtalið mat og drykk, tónlist, bókmenntir, list og hönnun, náttúru og fleira.
- Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by James Beard Foundation
Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by JBF þar sem þau kynntu íslenskt hráefni og kenndu þátttakendum að matreiða það.
Íslenska lambakjötið var auðvitað í aðahlutverki á matseðlinum en þar að auki var framreitt skyr og íslenskur þorskur ásamt ljúffengu meðlæti. Lambakjötið var borið fram í klassískri íslenskri kjötsúpu í forrétt en einnig sem steik í öðrum aðalrétti kvöldsins. Báðir réttir vöktu mikla lukku meðal þátttakenda enda er íslenska lambakjötið einstakt á heimsvísu.
Að loknu námskeiðinu nutu þátttakendur veitinganna með þeim Hafliða og Snædísi og má með sanni segja að viðburðurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður.
Myndir: www.icelandiclamb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









