Markaðurinn
Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York – Myndir
Dagana 5.–7. september var hátíðin Taste of Iceland haldin í New York en hún samanstóð af viðburðum um alla borg sem sýndu það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða. Þar meðtalið mat og drykk, tónlist, bókmenntir, list og hönnun, náttúru og fleira.
- Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by James Beard Foundation
Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by JBF þar sem þau kynntu íslenskt hráefni og kenndu þátttakendum að matreiða það.
Íslenska lambakjötið var auðvitað í aðahlutverki á matseðlinum en þar að auki var framreitt skyr og íslenskur þorskur ásamt ljúffengu meðlæti. Lambakjötið var borið fram í klassískri íslenskri kjötsúpu í forrétt en einnig sem steik í öðrum aðalrétti kvöldsins. Báðir réttir vöktu mikla lukku meðal þátttakenda enda er íslenska lambakjötið einstakt á heimsvísu.
Að loknu námskeiðinu nutu þátttakendur veitinganna með þeim Hafliða og Snædísi og má með sanni segja að viðburðurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður.
Myndir: www.icelandiclamb.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi