Markaðurinn
Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York – Myndir
Dagana 5.–7. september var hátíðin Taste of Iceland haldin í New York en hún samanstóð af viðburðum um alla borg sem sýndu það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða. Þar meðtalið mat og drykk, tónlist, bókmenntir, list og hönnun, náttúru og fleira.
- Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by James Beard Foundation
Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by JBF þar sem þau kynntu íslenskt hráefni og kenndu þátttakendum að matreiða það.
Íslenska lambakjötið var auðvitað í aðahlutverki á matseðlinum en þar að auki var framreitt skyr og íslenskur þorskur ásamt ljúffengu meðlæti. Lambakjötið var borið fram í klassískri íslenskri kjötsúpu í forrétt en einnig sem steik í öðrum aðalrétti kvöldsins. Báðir réttir vöktu mikla lukku meðal þátttakenda enda er íslenska lambakjötið einstakt á heimsvísu.
Að loknu námskeiðinu nutu þátttakendur veitinganna með þeim Hafliða og Snædísi og má með sanni segja að viðburðurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður.
Myndir: www.icelandiclamb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins