Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago

Birting:

þann

Taste of Iceland - Chicago 2025

Taste of Iceland, hin árlega menningarhátíð sem fagnar íslenskri menningu, listum og matargerð, verður haldin í Chicago dagana 3.–5. apríl.

Á þessari þriggja daga vegferð munu íbúar Chicago fá tækifæri til að kynnast því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða – allt frá mat og tónlist yfir í bókmenntir, hönnun, náttúru, vellíðan og fleira. Flestir viðburðir eru gestum að kostnaðarlausu og opin almenningi.

Hátíðin er haldin í samstarfi við fjölmarga staðbundna aðila auk opinberra samstarfsaðila Taste of Iceland. Meðal staða sem hýsa viðburði hátíðarinnar eru Bistronomic, Martyrs, The Drake Hotel, The Hive on Hubbard, Wax Vinyl Bar and Ramen Shop NYCH Gallery, Union League Club of Chicago og Yogaview.

Taste of Iceland - Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago

Kristín Birta Ólafsdóttir og Martial Noguier

Íslensk matargerð í hávegum höfð á Bistronomic

Einn af hápunktum hátíðarinnar verður matarveisla undir handleiðslu íslenska landsliðskokksins Kristínar Birtu Ólafsdóttur ásamt Martial Noguier, yfirkokki Bistronomic. Þau munu í sameiningu bjóða gestum upp á sérstaka fjögurra rétta matseðil sem dregur innblástur frá íslenska kokkalandsliðinu og sigurverðlauna réttum þess frá árinu 2024.

Matseðillinn verður í boði daglega á Bistronomic frá 3.–5. apríl, frá klukkan 16:00.

Verð fyrir matseðilinn er $90 á mann eða $135 með vínapörun.

Fjögurra rétta matseðillinn:

Fyrsti réttur:
Grafinn og hægelduð bleikja með rabbarbara og dilli.

Annar réttur:
Steikt þorsfille úr íslenskum þorski, með reyktu þorskasalati, confit kirsuberjatómötum, niðursoðinni gúrku, haricot vert-quinoa-ragú og hvítvínsósu.

Þriðji réttur:
Ristuð lambalund úr íslensku lambi, með bókhveiti crumble, gnocchi-kartöflu fylltri með rifnu lambi og lambajús. Með sveppa- og ostakremi, gljáðum gulrótum, mornay-sósu, svepparagu, grænum baunum og hnúðkáli.

Fjórði réttur:
Súkkulaðimús með hindberjasósu, sítrónumarengs, möndluköku og hindberjakaramellu. Borið fram með crème fraîche ís og þeyttum karamellu-súkkulaði ganache.

Bistronomic er fransk-amerískur bistró staður þar sem áhersla er lögð á nútímalega og aðgengilega matargerð með hráefni frá bændum í Midwest-héraðinu.

Demo & Dine: Matreiðslunámskeið með íslenskum meistarakokkum

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson

Auk kvöldverðarmatseðilsins býður Taste of Iceland gestum einnig að taka þátt í einstöku matreiðslunámskeiði, Demo & Dine: Icelandic Lunch Experience, þar sem áhersla verður lögð á uppruna og menningarlegt mikilvægi íslenskra hráefna.

Námskeiðið verður undir stjórn Hafliða Halldórssonar, matreiðslumeistara og framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, og landsliðskokksins Kristínar Birtu Ólafsdóttur, sem munu leiða þátttakendur í gegnum undirbúning og framreiðslu þriggja rétta hádegisverðar með innblæstri úr íslenskri matarmenningu.

Matseðill Demo & Dine:

Forréttur:
Saga þorsksins í íslenskri matarmenningu. Hægeldaður íslenskur þorskur með gúrku- og hnúðkál salati, eplum, hollandaise-sósu og ferskum kryddjurtum.

Aðalréttur:
Saga íslenska lambakjötsins. Ristað íslenskt lamb með baby shiitake sveppum, bok choy káli, Feykir osti og lambajús.

Eftirréttur:
Skyr og mikilvægi þess í íslenskri matarhefð. Skyrganache með vanillu og sítrónu-tímían, bláberjasultu og karamelluðu hvítu súkkulaði.

Kristín Birta Ólafsdóttir

Kristín Birta Ólafsdóttir

Kristín Birta Ólafsdóttir
Mynd: kokkalandslidid.is

Kristín Birta Ólafsdóttir er meðal fremstu matreiðslumanna Íslands og lykilmeðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Hún starfar sem kokkur á Grand Hótel Reykjavík og hefur frá upphafi ferils síns lagt metnað í að vaxa í starfi, þar sem keppni og samvinna við fremstu fagmenn í greininni hafa verið henni drifkraftur.

Árið 2019 hlaut hún nafnbótina Nemandi ársins, sem markaði upphafið að glæsilegri keppnisferilskrá. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda innlendra og alþjóðlegra matreiðslukeppna, þar á meðal Nordic Green Chef. Ferill hennar náði nýjum hæðum á ólympíuleikunum í matreiðslu árið 2024, þar sem íslenska landsliðið vann til verðlauna fyrir hæstu einkunn í þriggja rétta matseðli – þar sem eingöngu var unnið með íslensk hráefni – og tryggði sér þriðja sæti í keppninni.

Myndir: aðsendar / inspiredbyiceland.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar