Frétt
Hækkun lágmarksverðs mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. október 2023:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 2,82%, úr 126,20 kr./ltr í 129,76 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 9. október 2023:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 2,30%.
Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í júní 2023 og geymdrar hækkunar fjármagnskostnaðar sem hefur hingað til ekki verið reiknað með í gjaldaliðum verðlagsgrundvallar.
Frá síðustu verðákvörðun til september 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,86% en samanlagt hækkar verðlagsgrundvöllur um 2,82% með tilliti til hækkunar fjármagnskostnaðar. Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun á mjólk frá bændum og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.
Sjá nánar: Verðlagsnefnd búvara
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða