Frétt
Hækkun lágmarksverðs mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. október 2023:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 2,82%, úr 126,20 kr./ltr í 129,76 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 9. október 2023:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 2,30%.
Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í júní 2023 og geymdrar hækkunar fjármagnskostnaðar sem hefur hingað til ekki verið reiknað með í gjaldaliðum verðlagsgrundvallar.
Frá síðustu verðákvörðun til september 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,86% en samanlagt hækkar verðlagsgrundvöllur um 2,82% með tilliti til hækkunar fjármagnskostnaðar. Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun á mjólk frá bændum og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.
Sjá nánar: Verðlagsnefnd búvara
Mynd: úr safni.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni9 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum