Frétt
Hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Nú er hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að fylgjast með notkuninni eftir landssvæðum og flokkum ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Tölurnar eru uppfærðar daglega.
Fylgst með notkun í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Ferðagjöfin fór í loftið þann 18. júní síðastliðinn og nú þegar hafa um 28 þúsund einstaklingar notað gjöfina.
Sjá einnig:
Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er hægt að fylgjast með hvar ferðagjöfin er notuð eftir landssvæðum. Þá er einnig hægt að sjá í hvaða tegundir ferðaþjónustu gjöfin er notuð, en í dag hefur ferðagjöfin helst verið notuð í gistingu, afþreyingu og veitingar. Í mælaborðinu er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir.
Ferðagjöfin styður við íslenska ferðaþjónustu
Ferðagjöfin er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Á vef Ferðamálastofu www.ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem hægt er að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks, en það er gert á Island.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024