Frétt
Hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Nú er hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að fylgjast með notkuninni eftir landssvæðum og flokkum ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Tölurnar eru uppfærðar daglega.
Fylgst með notkun í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Ferðagjöfin fór í loftið þann 18. júní síðastliðinn og nú þegar hafa um 28 þúsund einstaklingar notað gjöfina.
Sjá einnig:
Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er hægt að fylgjast með hvar ferðagjöfin er notuð eftir landssvæðum. Þá er einnig hægt að sjá í hvaða tegundir ferðaþjónustu gjöfin er notuð, en í dag hefur ferðagjöfin helst verið notuð í gistingu, afþreyingu og veitingar. Í mælaborðinu er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir.
Ferðagjöfin styður við íslenska ferðaþjónustu
Ferðagjöfin er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Á vef Ferðamálastofu www.ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem hægt er að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks, en það er gert á Island.is.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






