Frétt
Hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Nú er hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að fylgjast með notkuninni eftir landssvæðum og flokkum ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Tölurnar eru uppfærðar daglega.
Fylgst með notkun í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Ferðagjöfin fór í loftið þann 18. júní síðastliðinn og nú þegar hafa um 28 þúsund einstaklingar notað gjöfina.
Sjá einnig:
Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er hægt að fylgjast með hvar ferðagjöfin er notuð eftir landssvæðum. Þá er einnig hægt að sjá í hvaða tegundir ferðaþjónustu gjöfin er notuð, en í dag hefur ferðagjöfin helst verið notuð í gistingu, afþreyingu og veitingar. Í mælaborðinu er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir.
Ferðagjöfin styður við íslenska ferðaþjónustu
Ferðagjöfin er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Á vef Ferðamálastofu www.ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem hægt er að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks, en það er gert á Island.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína