Uppskriftir
Hægeldaður ítalskur nautapottréttur með parmesan perlubyggi
Lágmarks fyrirhöfn og smá þolinmæði skilar hérna algjörri veislu. Nautakjötið verður lungamjúkt og hreinlega lekur í sundur og rófurnar drekka í sig bragðið úr balsamik og rauðvínssósunni.
Nauta chuck er partur úr öxl/hálsi á nautinu sem vantar íslenskan titil á en fæst í öllum betri kjötbúðum. Ég myndi þó mæla með að hringja á undan mér til öryggis.
Fyrir 2:
Nauta chuck, 500 g / Hægt að panta hjá kjötbúðum með smá fyrirvara
Rauðvín, 1 dl
Perlulaukur, 10 stk
Gulrót, 150 g
Rófa, 250 g
Hvítlaukur, 10 rif
Steinselja, 10 g
Rósmarín fersk, 8 g
Sítrónu timían, 5 g / Eða garðablóðberg
Kjötkraftur duft, 1 msk / Oscar
Tómatpúrra, 2 msk
Balsamedik, 2 msk
Perlubygg, 1,5 dl
Parmesan ostur, 10 g
Sítróna, 1 stk
Aðferð:
-
Skerið kjötið í bita og veltið upp úr olíu og salti. Skrælið perlulauk og hvítlauksrif. Skrælið rófu og skerið í munnbitastærðir ásamt gulrótum.
-
Hitið olíu í potti við meðalháan hita og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Þetta er best að gera í skömmtum svo kjötið steikist sem best. Færið kjötið á disk til hliðar og geymið.
-
Týnið rómsarínlaufin frá stilknum og saxið. Lækkið hitann á pottinum í miðlungshita.
-
Bætið rósmarín, perlulauk, gulrótum, rófum og hvítlauksrifjum út í pottinn og steikið í smástund þar til grænmetið byrjar að taka lit. Saltið smá. Bætið tómatpúrru,balsamic ediki út í pottinn og steikið í stutta stund. Bætið rauðvíni út í pottinn og sjóðið niður um helming.
-
Bætið kjötinu út í pottinn ásamt kjötkrafti, sítrónu timían og nægu vatni svo vökvinn hylji kjötið ¾ vegu upp. Látið malla undir loki í a.mk.k 4 klst eða þar til kjötið er lungamjúkt. Ef tími gefst má láta kjötið malla lengur. Smakkið til með salti. Ef vökvinn er of þunnfljótandi við lok eldunartímans má láta réttinn malla án loks þar til áferðin er hæfileg.
-
Setjið 375 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Sjóðið perlubygg í 15 mín eða þar til það er búið að mýkjast hæfilega. Sigtið vatnið frá og rífið parmesan ost saman við byggið. Saxið rúmlega helminginn af steinseljunni og hrærið saman við byggið ásamt rifnum sítrónuberki eftir smekk. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Þetta skref er best að tímasetja svo byggið sé tilbúið á sama tíma og pottrétturinn.
-
Saxið restina af steinseljunni og hrærið saman við pottréttinn ásamt smá rifnum sítrónuberki. Smakkið til með salti og pipar.
Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa