Uppskriftir
Hægeldaðir lambaskankar í eigin soði með bankabyggi og rótargrænmeti
Aðalréttur fyrir 4
- 4 lambaskankar
- 5 greinar rósmarín
- Heill hvítlaukur
- 2 piparaldin
- 2 ltr lambasoð eða vatn með lambakrafti
- 1 gulrót
- 1 steinseljurót
- ½ rófa
- 200 gr bankabygg
- 20 gr engifer
- 200 ml rjómi
- 1 búnt sólselja
- 100 ml gulrótarsafi
Lambaskankar
Aðferð
- Hitar ofninn í 100°c
- Saltar og piprar lambaskankana
- Brúnar skankana á pönnu
- Setur þá í djúpan ofnbakka ásamt lambasoðinu, hvítlauknum, piparaldinum og rósamaríninu
- Setur lok á bakkann eða álpappír
- Hefur þá í ofni í um 10 klukkutíma
- Kryddar með ferskri sólselju
Bankabygg
Aðferð
- Skerð rótargrænmetið í strimla
- Hitar saltvatn að suðu
- Setur rótargrænmetið í vatnið og eldar í um 2 mín
- Snöggkælir teningana í köldu vatni
- Sýður byggið í um 6 dl af lambasoðinu sem kom af skönkunum í um 40 mín
- Steikir rótargrænmetið á pönnu
- Bætir rjóma og gulrótarsafanum við
- Bætir söxuðum engifer við
- Setur bankabyggið útí
- Smakkar til
Sósa
Aðferð
- Lambasoð soðið niður um helming
- Smjöri þeytt út í soðið, án þess að sjóði
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








