Uppskriftir
Hægeldaðir lambaskankar í eigin soði með bankabyggi og rótargrænmeti
Aðalréttur fyrir 4
- 4 lambaskankar
- 5 greinar rósmarín
- Heill hvítlaukur
- 2 piparaldin
- 2 ltr lambasoð eða vatn með lambakrafti
- 1 gulrót
- 1 steinseljurót
- ½ rófa
- 200 gr bankabygg
- 20 gr engifer
- 200 ml rjómi
- 1 búnt sólselja
- 100 ml gulrótarsafi
Lambaskankar
Aðferð
- Hitar ofninn í 100°c
- Saltar og piprar lambaskankana
- Brúnar skankana á pönnu
- Setur þá í djúpan ofnbakka ásamt lambasoðinu, hvítlauknum, piparaldinum og rósamaríninu
- Setur lok á bakkann eða álpappír
- Hefur þá í ofni í um 10 klukkutíma
- Kryddar með ferskri sólselju
Bankabygg
Aðferð
- Skerð rótargrænmetið í strimla
- Hitar saltvatn að suðu
- Setur rótargrænmetið í vatnið og eldar í um 2 mín
- Snöggkælir teningana í köldu vatni
- Sýður byggið í um 6 dl af lambasoðinu sem kom af skönkunum í um 40 mín
- Steikir rótargrænmetið á pönnu
- Bætir rjóma og gulrótarsafanum við
- Bætir söxuðum engifer við
- Setur bankabyggið útí
- Smakkar til
Sósa
Aðferð
- Lambasoð soðið niður um helming
- Smjöri þeytt út í soðið, án þess að sjóði
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000