Vertu memm

Uppskriftir

Hægeldaðir lambaskankar í eigin soði með bankabyggi og rótargrænmeti

Birting:

þann

Hægeldaðir lambaskankar í eigin soði með bankabyggi og rótargrænmeti

Aðalréttur fyrir 4

  • 4 lambaskankar
  • 5 greinar rósmarín
  • Heill hvítlaukur
  • 2 piparaldin
  • 2 ltr lambasoð eða vatn með lambakrafti
  • 1 gulrót
  • 1 steinseljurót
  • ½ rófa
  • 200 gr bankabygg
  • 20 gr engifer
  • 200 ml rjómi
  • 1 búnt sólselja
  • 100 ml gulrótarsafi

Lambaskankar

Aðferð

  1. Hitar ofninn í 100°c
  2. Saltar og piprar lambaskankana
  3. Brúnar skankana á pönnu
  4. Setur þá í djúpan ofnbakka ásamt lambasoðinu, hvítlauknum, piparaldinum og rósamaríninu
  5. Setur lok á bakkann eða álpappír
  6. Hefur þá í ofni í um 10 klukkutíma
  7. Kryddar með ferskri sólselju

Veisluþjónusta - Banner

Bankabygg

Aðferð

  1. Skerð rótargrænmetið í strimla
  2. Hitar saltvatn að suðu
  3. Setur rótargrænmetið í vatnið og eldar í um 2 mín
  4. Snöggkælir teningana í köldu vatni
  5. Sýður byggið í um 6 dl af lambasoðinu sem kom af skönkunum í um 40 mín
  6. Steikir rótargrænmetið á pönnu
  7. Bætir rjóma og gulrótarsafanum við
  8. Bætir söxuðum engifer við
  9. Setur bankabyggið útí
  10. Smakkar til

Sósa

Aðferð

  1. Lambasoð soðið niður um helming
  2. Smjöri þeytt út í soðið, án þess að sjóði
Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.

Mynd: Heiðar Kristjánsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið