Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gústi bakari opnar pizzastað og bakarí í Bankastræti
BakaBaka er nýr pizzastaður og bakarí í Reykjavík, en staðurinn opnaði 5. febrúar s.l. við Bankastræti 2 þar sem Lækjarbrekka var til húsa.
Rekstraraðili er Ágúst Fannar Einþórsson eða betur þekktur sem Gústi bakari og meðeigendur hans eru Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Steinar Jónsson.
Ágúst lærði fræðin sín hjá Fellabakaríi á Egilsstöðum og á meðan hann var í Hótel-, og matvælaskólanum í Kópavogi lærði hann hjá Café Konditori á Suðurlandsbraut.
Eftir námið skellti hann sér í kontidor nám í Danmörku og var á samning hjá Ruths Hotel í Gl. Skagen og útskrifaðist þaðan árið 2007.
- BakaBaka býður m.a. upp á Pain au chocolat
- Starfsfólkið á BakaBaka
- Gústi er vel þekktur fyrir góðar pizzur og er skyldustopp að líta við hjá þeim félögum
Eins og margir vita þá opnaði Ágúst lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg árið 2016 og seldi síðan sinn hlut nokkrum árum seinna. Sumarið 2020 tók Ágúst við reskturinn á Kaffi Rauðku á Siglufirði og hlaut staðurinn mikilla vinsælda um sumarið þar sem boðið var upp á eldbakaðar pizzur úr lífrænu hveiti.
Myndir: facebook / BakaBaka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









