Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gústi bakari opnar pizzastað og bakarí í Bankastræti
BakaBaka er nýr pizzastaður og bakarí í Reykjavík, en staðurinn opnaði 5. febrúar s.l. við Bankastræti 2 þar sem Lækjarbrekka var til húsa.
Rekstraraðili er Ágúst Fannar Einþórsson eða betur þekktur sem Gústi bakari og meðeigendur hans eru Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Steinar Jónsson.
Ágúst lærði fræðin sín hjá Fellabakaríi á Egilsstöðum og á meðan hann var í Hótel-, og matvælaskólanum í Kópavogi lærði hann hjá Café Konditori á Suðurlandsbraut.
Eftir námið skellti hann sér í kontidor nám í Danmörku og var á samning hjá Ruths Hotel í Gl. Skagen og útskrifaðist þaðan árið 2007.
Eins og margir vita þá opnaði Ágúst lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg árið 2016 og seldi síðan sinn hlut nokkrum árum seinna. Sumarið 2020 tók Ágúst við reskturinn á Kaffi Rauðku á Siglufirði og hlaut staðurinn mikilla vinsælda um sumarið þar sem boðið var upp á eldbakaðar pizzur úr lífrænu hveiti.
Myndir: facebook / BakaBaka
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var