Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gústi bakari opnar pizzastað og bakarí í Bankastræti
BakaBaka er nýr pizzastaður og bakarí í Reykjavík, en staðurinn opnaði 5. febrúar s.l. við Bankastræti 2 þar sem Lækjarbrekka var til húsa.
Rekstraraðili er Ágúst Fannar Einþórsson eða betur þekktur sem Gústi bakari og meðeigendur hans eru Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Steinar Jónsson.
Ágúst lærði fræðin sín hjá Fellabakaríi á Egilsstöðum og á meðan hann var í Hótel-, og matvælaskólanum í Kópavogi lærði hann hjá Café Konditori á Suðurlandsbraut.
Eftir námið skellti hann sér í kontidor nám í Danmörku og var á samning hjá Ruths Hotel í Gl. Skagen og útskrifaðist þaðan árið 2007.
- BakaBaka býður m.a. upp á Pain au chocolat
- Starfsfólkið á BakaBaka
- Gústi er vel þekktur fyrir góðar pizzur og er skyldustopp að líta við hjá þeim félögum
Eins og margir vita þá opnaði Ágúst lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg árið 2016 og seldi síðan sinn hlut nokkrum árum seinna. Sumarið 2020 tók Ágúst við reskturinn á Kaffi Rauðku á Siglufirði og hlaut staðurinn mikilla vinsælda um sumarið þar sem boðið var upp á eldbakaðar pizzur úr lífrænu hveiti.
Myndir: facebook / BakaBaka
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini









