Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gústi bakari opnar pizzastað og bakarí í Bankastræti
BakaBaka er nýr pizzastaður og bakarí í Reykjavík, en staðurinn opnaði 5. febrúar s.l. við Bankastræti 2 þar sem Lækjarbrekka var til húsa.
Rekstraraðili er Ágúst Fannar Einþórsson eða betur þekktur sem Gústi bakari og meðeigendur hans eru Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Steinar Jónsson.
Ágúst lærði fræðin sín hjá Fellabakaríi á Egilsstöðum og á meðan hann var í Hótel-, og matvælaskólanum í Kópavogi lærði hann hjá Café Konditori á Suðurlandsbraut.
Eftir námið skellti hann sér í kontidor nám í Danmörku og var á samning hjá Ruths Hotel í Gl. Skagen og útskrifaðist þaðan árið 2007.
- BakaBaka býður m.a. upp á Pain au chocolat
- Starfsfólkið á BakaBaka
- Gústi er vel þekktur fyrir góðar pizzur og er skyldustopp að líta við hjá þeim félögum
Eins og margir vita þá opnaði Ágúst lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg árið 2016 og seldi síðan sinn hlut nokkrum árum seinna. Sumarið 2020 tók Ágúst við reskturinn á Kaffi Rauðku á Siglufirði og hlaut staðurinn mikilla vinsælda um sumarið þar sem boðið var upp á eldbakaðar pizzur úr lífrænu hveiti.
Myndir: facebook / BakaBaka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir









