Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu
Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor og æskufélagi hans Böðvar Böðvarsson vinna nú hörðum að opna nýja veisluþjónustu. Í síðustu viku skrifuðu þeir undir samning á húsnæði fyrir veisluþjónustuna við Flatahraun 31 í Hafnarfirði sem fengið hefur nafnið Gulli Arnar veisluþjónusta.
Gunnlaugur Arnar Ingason er lærður bakari og konditor. Gunnlaugur útskrifaðist sem bakari árið 2017 frá Jóni Arilíusi í Kökulist. Í kjölfarið af útskriftinni hans var förinni heitið til Kaupmannahafnar í konditor nám hjá Conditori La Glace.
La Glace er rótgróin staður í hjarta kaupmannahafnar en hann heldur uppá 150 ára afmæli sitt síðar á þessu ári. Gunnlaugur tók sveinsprófið í konditor náminu í desember síðastliðnum og útskrifaðist með Brons medalíu ásamt St. Honoré viðurkenningu.
„Við erum æskufélagar og höfum lengi langað að fara í rekstur saman. Eftir að ég byrjaði í bakstursnáminu höfum við stefnt að bakarís og/eða veisluþjónusturekstri undanfarin 4-5 ár.
Síðastliðna 6 mánuði þegar ég átti lítið eftir af náminu í Kaupmannahöfn fóru hjólin að snúast og markvissar hugmyndir og stefnur fóru að mótast.“
Böðvar er atvinnumaður í fótbolta, búsettur á Póllandi og spilar í efstudeild þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn sem að Böðvar kemur nálægt veitingageiranum, annað en að fara út að borða á veitingastöðum. Gunnlaugur kemur til með að sjá um daglegan rekstur og framleiðslu.
Almenningur getur fylgst með
Framkvæmdir eru í fullum gangi við að innrétta eldhús í fremsta rými húsnæðisins á jarðhæð.
„Ég vil gera út á persónulega þjónustu og viðskiptavinir viti að hjá mér eru þau að nálgast gott handverk gert úr gæða hráefni. Húsnæðið er með þrjá, 4 metra stóra glugga sem ég ætla að hafa opna svo almenningur geti fylgst með. Mig hefur alltaf langað til að gera bakstur sýnilegri en hann er.
Rýmið er stórt, bjart og rúmgott og hef ég skoðað möguleikann á því að leigja út rýmið með mér til matreiðslumanns sem er með eigin starfsemi í gangi og vantar aðstöðu. Þá má endilega hafa samband við mig.“
„Ég vil ekki fjöldaframleiða……“
Gunnlaugur mun sérhæfa sig í sætmeti tertur, makkarónur og petit fours í allskyns útfærslum fyrir kaffihús, veislur, brúðkaup, ráðstefnur og fundarmeðlæti. Einnig verður í boði fjölbreytt úrval af brauði, sætabrauði og tertur í pop up sölu í takmörkuðu magni af og til.
„Ég vil ekki fjöldaframleiða og hver vara er framleidd sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Mig langar til að koma með ferskan blæ inná markaðinn og vera að framleiða vörur sem ég var að gera úti í Kaupmannahöfn.
Ég lít á þetta sem aðeins meira en einungis veisluþjónustu því í rýminu langar mig að vera með aðstöðu til námskeiðahalda bæði fyrir fagfólk og byrjendur t.d. fyrir konfektnámskeið, makkarónunámskeið, súrdeigsbrauðanámskeið og glaze námskeið svo eitthvað sé nefnt. Einnig langar mig að hafa aðstöðu til myndbandsgerð fyrir kennslu myndbönd og kynningarefni.
Ég stefni á að framkvæmdirnar og innrétting á eldhúsinu verði klár í byrjun apríl og ég geti byrjað að framleiða í fyrrihluta apríl.“
Sagði Gunnlaugur í samtali við veitingageirinn.is.
Við forvitnuðumst aðeins með þátttöku Gunnlaugs í Heimsmeistarakeppni ungra konditora í Taiwan sem hann hefur æft stíft fyrir s.l. mánuði:
„Búið var að fresta keppninni sem haldin átti að vera í byrjun mars til mánaðarmótana júlí/ágúst n.k., og stefndi ég að sjálfsögðu á þátttöku í henni þá. Fyrir helgi fékk ég svo skilaboð að keppninni hefur verið frestað enn frekar og nú fram á næsta ár.
Þetta er leiðinlegt en eina rétta í stöðunni í ljósi heims ástandsins. Ég var orðinn alveg klár til að fara núna í mars, uppskriftir og æfingar á loka stigi þess vegna er leiðinlegt að þetta hafi komið upp. En nú verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu.“
Óskum þeim æskuvinum til hamingju með nýju veisluþjónustuna.
Fylgist með á Instagram @gulliarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana