Vertu memm

Markaðurinn

Gunnlaugur Arnar Ingason frá Kökulist sigraði í Nemakeppni KORNAX 2016

Birting:

þann

Nemakeppni KORNAX 2016

Sigurvegari í Nemakeppni KORNAX, Gunnlaugur Arnar Ingason

Ellefu bakaranemar tóku þátt í forkeppninni sem fór fram í Hótel- og matvælaskólanum 31. mars – 1. apríl, en fjögur þeirra kepptu til úrslita 8. og 9. apríl.  Það voru þau:

  • Anna Magnea Valdimarsdóttir- Icelandair Hotels- Natura
  • Fannar Sævarsson- Okkar Bakarí
  • Gunnlaugur Arnar Ingason – Kökulist
  • Jófríður Kristjana Gísladóttir- Kruðerí
Nemakeppni KORNAX 2016

Keppendurnir tv. Anna Magnea Valdimarsdóttir, Jófríður Kristjana Gísladóttir, Gunnlaugur Arnar Ingason og Fannar Sævarsson og dómararnir Íris Björk Óskarsdóttir, Birgir Þór Sigurjónsson, Henry Þór Reynirsson og Axel Þorsteinsson

KORNAX stóð fyrir keppninni í samvinnu við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í MK, Landssamband bakarameistara og Klúbb bakarameistara.  Keppendur fengu einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verklegu lokaprófi og sveinsprófi.  Vínarbrauð, stór brauð, smábrauð, blautdeig og skrautdeig var meðal þess sem keppt var í.

Nemakeppni KORNAX 2016

Fannar Sævarsson einbeittur að störfum.

Keppnin verður sífellt vinsælli frá ári til árs og var keppnin jöfn og spennandi.  Afurðir keppenda voru glæsilegar og bakarastéttinni til mikilla sóma. Þeir bakarameistarar sem áttu nema í keppninni geta verið stoltir af fulltrúum sínum.

Dómarar í keppninni voru fjórir og búa allir yfir mikilli fagþekkingu og reynslu, en þeir voru:

  • Axel Þorsteinsson – Apotek Restaurant
  • Birgir Þór Sigurjónsson- Brauðgerð og Co
  • Henry Þór Reynirsson – Reynir bakari
  • Íris Björk Óskarsdóttir- 17 Sortir

Pina Colada vínarbrauð og jólaglögg smábrauð

Gunnlaugur hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt í Nemakeppni KORNAX og lagði mikla vinnu í að reyna að sigra keppnina í ár.

„Ég var mjög sáttur með það hvernig mér gekk í keppninni.  Mjög flottir keppendur voru að keppa við við hlið mér og maður getur aldrei gengið að sigrinum vísum, en mér leið mjög vel í allri keppninni.  Allir keppendur stóðu sig frábærlega og er ég mjög stoltur að standa uppi sem sigurvegari“

Hver keppandi valdi sér þema sem hann vann með í gegnum keppnina.  Gunnlaugur valdi að hafa kokteilþema og bjó meðal annars til framandi Pina Colada vínarbrauð og jólaglöggs smábrauð.

„Ég hef alltaf haft áhuga á bakstri og matargerð og mér líkar vinnutími bakara.  Ég sé ekki eftir því að hafa valið bakaranámið“

segir sigurvegari Nemakeppni KORNAX 2016.

Gunnlaugur fékk að launum KORNAX bikar til eignar, farandbikar frá Klúbbi bakarameistara sem vinningshafi varðveitir í eitt ár og ferðavinning með WOW air.  Allir þeir sem kepptu til úrslita fengu gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna.

Öllum keppendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Myndir: kornax.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið