Starfsmannavelta
Gunnars Majones er gjaldþrota
Gunnars Majones hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1960 og framleiðir sósur og majones, eins og kunnugt er. Skiptastjóri lýsir eftir kröfum í búið í Lögbirtingablaðinu í dag.
Félagið var stofnað af Gunnari Jónssyni, en hann lést árið 1998. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir er forstjóri félagsins og hefur gegnt starfinu frá árinu 2006. Kleópatra hefur einnig fengist við ritstörf og gaf seinast út bókina Kleopatra villt af vegi árið 2012, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.
Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2011 var það í eigu Sigríðar Regínu Waage sem átti 31,97 prósent eignarhlut, Helen Gunnarsdóttur Jónsson sem átti 27,58 prósent hlut og Nancy Ragnheiðar Jónsson sem átti 40,45 prósent í félaginu. Félagið hagnaðist um tæpar 11 milljónir árið 2011 og 15,2 milljónir árið áður. Eigið fé var í lok árs neikvætt um 55,5 milljónir. Viðskiptaskuldir námu 97,6 milljón krónum og skuldir við lánastofnanir 27 milljónir.
Félagið skilaði ekki inn ársreikningum árin 2012 og 2013.
Greint frá í Viðskiptablaðinu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí