Viðtöl, örfréttir & frumraun
UPPFÆRT: Gunnar Karl tekur þátt í áhugaverðri matargerðarhátíð – Gestir skilja símana eftir við dularfulla hurð í skóginum
Stars du Nord er árleg matargerðarhátíð sem haldin er á hverju ári á Norðurlöndunum. Þetta er annað árið sem hátíðin er haldin. Tilgangur hátíðarinnar er að kynna norræna matarhugmynd á heimsvísu.
Þemað í ár er „Staðbundið“ og verður hátíðin haldin í bænum Harads, nálægt Boden í Norður-Svíþjóð og er lögð áhersla á staðbundið hráefni til matargerðar. Michelin kokkarnir munu elda á veitingastaðnum MATERIA og er allt hráefni á matseðlinum fengið innan við 200 kílómetra frá hátíðinni og er eldað meðal annars á opnum eldi í skóginum.
Hver réttur verður paraður við vín frá Norðurlöndunum í umsjón Ellen Franzén, ein af bestu sommelier Norðurlandanna. Ellen hreppti titilinn Vínþjónn Norðurlanda 2021, en keppnin var haldin hér á landi í fyrra, (sjá hér).
Michelin kokkarnir sem taka þátt í Stars du Nord 2022 eru:
Ísland: Gunnar Karl Gíslason, Dill*
Finnland: Tommi Tuominen,Finnjävel* og Erik Mansikka, Kaskis*
Danmörk: Torsten Vildgaard, Noma***, Jonas Mikkelsen, Frederiksminde* og Christoffer Norton, Domestic*
Svíþjóð: Nicolai Tram, Knystaforsen* og Birgit Malmcrona, Naturaj
Noregur: Kristian Vagnen, Bare*
Veitingastaðurinn MATERIA er í samstarfi við alþjóðlega hönnunarhótelið Treehotel og Arctic Bath. Það voru Arne Bergh og Jens Thoms Ivarsson sem leiddu hönnunarteymið og er MATERIA raun og veru framlenging náttúrunnar og er hluti af list, hönnun og létt brjálæði, en veitingastaðurinn hefur enga veggi. Gestir þurfa að skilja símana eftir við dularfulla hurð í skóginum.
Í samtali við veitingageirinn.is sögðu stjórnendur hátíðarinnar stefna að því að hátíðin verði haldin á öllum Norðurlöndunum. Það verður spennandi að sjá hvaða staðsetning verður fyrir valinu hér á Íslandi.
Heimasíða: Stars du Nord
Uppfært 25 ágúst 2022
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun Gunnar Karl ekki vera með Stars du Nord í ár.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?