Vertu memm

Freisting

Gunnar Karl gestakokkur á Pio Country Club í Svíþjóð

Birting:

þann


Gunnar Karl

Gunnar Karl frá veitingahúsinu Dill í Reykjavík var gestakokkur á Pio Country Club í Svíðþjóð fyrstu helgina í apríl.  Pio Country Club er sveitahóteli og matsölustaður og er mjög hipp og kúl staður í Svíþjóð.

Matseðillinn var með lífrænu þema sem bar heitið „Isländskt gästspel“ og vakti hann gríðarlega lukku en eftirfarandi er matseðillinn sem Gunnar Karl bauð uppá:

Kalixlöj-hrogn/hnúðselja/geitaostur/geitamjólk
Kalixlöjrom er á íslensku Lagarsíldarhrogn, frá Kalix
(bær í Norðurbotni, hafsvæði nyrst í víkinni sem skilur að Svíþjóð og Finnland)

Lynghænuegg/kartöflusmælki/villtur hvítlaukur

Saltfiskur frá Elvari Reykjalín/rauðrófur/reyktur mergur

Íslenskt lamb/fjallakryddjurtir/aska/jerúsalem ætilþystill

Jökull/snjór/hraun

Smellið á eftirfarandi vefsóðir til að skoða myndir af Gunnari Karli, gesti og matseðil helgarinnar.

Myndasýning:
www.piocountryclub.com/se/v35/bildgallerier_iceland.asp

Yfirlit mynda:
www.piocountryclub.com/se/v35/bildgallerier.asp

/Matthías

Mynd: piocountryclub.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið