Keppni
Gull til Íslands – Norræna nemakeppnin 2023

Frá vinstri: vinningsliðið frá Finnlandi í framreiðslu, því næst er Gabríel Kristinn Bjarnason þjálfari, Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick sem fengu gull í matreiðslu.
Norræna nemakeppnin fór fram síðastliðna tvo daga og var hún haldin í Osló í Hótel og matvælaskólanum þar í landi.
Í matreiðslu kepptu Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick og í framreiðslu voru það Benedikt Eysteinn Birnuson og Finnur Gauti Vilhelmsson sem kepptu fyrir Íslands hönd.
Þjálfarar voru Gabríel Kristinn Bjarnason í matreiðslu og Axel Árni Herbertsson í framreiðslu.
Úrslit:
Matreiðsla:
Gull – Ísland
Silfur – Svíþjóð
Brons – Danmörk
Framreiðsla:
Gull – Finnland
Silfur – Danmörk
Brons – Noregur
Keppnisfyrirkomulag:
Matreiðsla
Fyrri daginn buðu Hinrik og Marteinn upp á girnilegan matseðil sem samanstóð af grænmetisrétt úr sellerírót, tveimur smáréttum (Canapé) og kjúkling og matreiddu þjóðarrétt Norðmanna „får i kål.
Seinni daginn var „mystery basket“ eða óvissukarfa, en þá fá keppendur að vita um skylduhráefnið rétt fyrir keppni, þ.e. hráefnið sem þeir eiga að matreiða.
Framreiðsla
Keppnin í framreiðslu skiptist í: a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking og g) fjögur mismunandi sérvettubrot.
Mynd: nhoreiseliv.no

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?