Keppni
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
Tilkynnt var um verðlaunahafana á Íslandsmeistaramótinu í brauðtertugerð í útgáfuboði Stóru brauðtertubókarinnar í dag, en dagur íslensku brauðtertunnar er einmitt haldinn hátíðlegur í dag, miðvikudaginn 13. nóv.
Stóra brauðtertubókin er nýkomin úr prentun og eftirvæntingin hjá bókaunnendum og er henni dreift í verslanir um land allt. Í bókinni er að finna brauðtertur úr ýmsum áttum ásamt nytsamlegum fróðleik og allskonar skemmtilegheitum.
Það komu fjölmargar uppskriftir inn í keppnina og ekki auðvelt verk að skera úr um hvaða tertur skyldu hreppa hnossið.
En hér koma verðlaunahafarnir:
Fallegasta brauðtertan: Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir himneska hangikjötstertu.
Frumlegasta brauðtertan: Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu.
Bragðbesta brauðtertan: Magnús Ingi Björgvinsson fyrir ljúffenga rækjutertu.
Besta pörunin; brauðterta+kampavín: Ingimar Flóvent Marínósson fyrir túnfisktertu.
Og loks er það Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð, það eru þau Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir sem gerðu dásamlega fallega, bragðgóða og haganlega skreytta rækjutertu.
Terturnar er svo allar að finna í Stóru brauðtertubókinni.
Myndir: aðsendar / Karl Petersson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
















