Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtækisins.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
- Rekjanleikanúmer: 003-19-31-201 og 001-19-31-302
- Dreifing: Birtur verður dreifingarlisti um leið og hann berst Matvælastofnun
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.
Mynd: úr safni
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum