Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtækisins.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
- Rekjanleikanúmer: 003-19-31-201 og 001-19-31-302
- Dreifing: Birtur verður dreifingarlisti um leið og hann berst Matvælastofnun
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun