Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun.
Reykjagarður, sem framleiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði.
Viðvörunin/innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls
- Vöruheiti: Ýmis
- Rekjanleikanúmer: 005-18-84-3-01
- Framleiðandi: Reykjagarður
- Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Háholti og Lindum. Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Akureyri, Eiðistorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnarfirði og verslanir Iceland í Engihjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi.
Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1. 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús