Frétt
Grunur um listeríu í frosnum maísbaunum
Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum maísbaunum vegna gruns um listeríu. Upplýsingar komu um innköllunina í gegnum RASFF,evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Fyrirtækið Samkaup mun í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, innkalla vöruna af markaði.
Verslanir munu fá upplýsingar og fjarlægja maísinn af markaði. Uppruni maísbaunanna er frá Ungverjalandi og ungverska fyrirtækið Greenward hefur sent út fréttatilkynningu varðandi innköllunina.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: COOP extra söde majs
- Vörumerki: COOP
- Framleiðandi: Greenyard frozen Hungary Kft.
- Innflytjandi: Samkaup, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
- Strikamerki:7340011431084
- Lýsing: 650 g plastpokar
- Framleiðsla: í agúst 2016 til og með nóvember 2017
- Geymsluskilyrði: frystivara
- Dreifing: Verslanir Samkaupa; Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nettó, Sunnubúð, Krambúð og Kjörbúðin.
Um listeríu á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa nánar hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu