Frétt
Grunur um listeríu í frosnum maísbaunum
Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum maísbaunum vegna gruns um listeríu. Upplýsingar komu um innköllunina í gegnum RASFF,evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Fyrirtækið Samkaup mun í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, innkalla vöruna af markaði.
Verslanir munu fá upplýsingar og fjarlægja maísinn af markaði. Uppruni maísbaunanna er frá Ungverjalandi og ungverska fyrirtækið Greenward hefur sent út fréttatilkynningu varðandi innköllunina.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: COOP extra söde majs
- Vörumerki: COOP
- Framleiðandi: Greenyard frozen Hungary Kft.
- Innflytjandi: Samkaup, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
- Strikamerki:7340011431084
- Lýsing: 650 g plastpokar
- Framleiðsla: í agúst 2016 til og með nóvember 2017
- Geymsluskilyrði: frystivara
- Dreifing: Verslanir Samkaupa; Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nettó, Sunnubúð, Krambúð og Kjörbúðin.
Um listeríu á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa nánar hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni21 klukkustund síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro