Vertu memm

Frétt

Grunur um listeríu í frosnum maísbaunum

Birting:

þann

Maís

Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum maísbaunum vegna gruns um listeríu. Upplýsingar komu um innköllunina í gegnum RASFF,evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Fyrirtækið Samkaup mun í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, innkalla vöruna af markaði.

Verslanir munu fá upplýsingar og fjarlægja maísinn af markaði. Uppruni maísbaunanna er frá Ungverjalandi og ungverska fyrirtækið Greenward hefur sent út fréttatilkynningu varðandi innköllunina.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: COOP extra söde majs
  • Vörumerki: COOP
  • Framleiðandi: Greenyard frozen Hungary Kft.
  • Innflytjandi: Samkaup, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
  • Strikamerki:7340011431084
  • Lýsing: 650 g plastpokar
  • Framleiðsla: í agúst 2016 til og með nóvember 2017
  • Geymsluskilyrði: frystivara
  • Dreifing: Verslanir Samkaupa; Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nettó, Sunnubúð, Krambúð og Kjörbúðin.

Um listeríu á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa nánar hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið