Vertu memm

Uppskriftir

Grillsteikin – Hrefnukjöt

Birting:

þann

Hvalkjöt - Hrefnukjöt

Kjötið er meyrast þegar það er borðað millisteikt

Grillsteikin – Marinering

2 bollar Kikkoman-sojasósa

2 msk. engiferrót röspuð

5 hvítlauksgeirar saxaðir smátt

Blandið hvítlauk og engifer í sojasósuna, látið kjötið liggja í um tvo tíma í leginum og þerrið það svo. Grillið á að vera mátulega heitt og mikið að atriði að vera búinn að hreinsa það vel og olíubera lauslega. Grillið sentímetra þykkar kjötsneiðar í rúmlega hálfa mínútu á hvorri hlið.

Kjötið er meyrast þegar það er borðað millisteikt. Grátt hrefnukjöt og gegnumsteikt verður líklega seigt. Ef fólki finnst bleiki safinn í kjötinu ekki sérlega aðlaðandi þá er bara að setja upp sólgleraugu.

Sérrípiparsósan

1 b mjólk

1 b rjómi

Sveppir eftir smekk, smjörsteiktir

Sveppakraftur

Kjötkraftur

Sérrí eða madeira-vín

Smjörbolla

Bakið upp sósuna með því að bræða smjör og hræra hveiti í kúlu. Þynnið sósuna með mjólkinni og rjómanum, bætið í sveppum, kryddi og krafti. Í lokin er sérríi eða madeira bætt út í eftir smekk.

Með þessu eru bornar fram bakaðar kartöflur eða franskar kartöflur og gott salat og grillaður laukur.

Kjötsúpudagurinn

Úlfar Eysteinsson

Höfundur: Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari


Mynd: Wikimedia Commons: Whale meat. Höfundur myndar er Kent Wang. Birt undir CC BY-SA 4.0 Free Documentation License leyfi.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið