Uppskriftir
Grillsteikin – Hrefnukjöt
Grillsteikin – Marinering
2 bollar Kikkoman-sojasósa
2 msk. engiferrót röspuð
5 hvítlauksgeirar saxaðir smátt
Blandið hvítlauk og engifer í sojasósuna, látið kjötið liggja í um tvo tíma í leginum og þerrið það svo. Grillið á að vera mátulega heitt og mikið að atriði að vera búinn að hreinsa það vel og olíubera lauslega. Grillið sentímetra þykkar kjötsneiðar í rúmlega hálfa mínútu á hvorri hlið.
Kjötið er meyrast þegar það er borðað millisteikt. Grátt hrefnukjöt og gegnumsteikt verður líklega seigt. Ef fólki finnst bleiki safinn í kjötinu ekki sérlega aðlaðandi þá er bara að setja upp sólgleraugu.
Sérrípiparsósan
1 b mjólk
1 b rjómi
Sveppir eftir smekk, smjörsteiktir
Sveppakraftur
Kjötkraftur
Sérrí eða madeira-vín
Smjörbolla
Bakið upp sósuna með því að bræða smjör og hræra hveiti í kúlu. Þynnið sósuna með mjólkinni og rjómanum, bætið í sveppum, kryddi og krafti. Í lokin er sérríi eða madeira bætt út í eftir smekk.
Með þessu eru bornar fram bakaðar kartöflur eða franskar kartöflur og gott salat og grillaður laukur.

Úlfar Eysteinsson
Höfundur: Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari
Mynd: Wikimedia Commons: Whale meat. Höfundur myndar er Kent Wang. Birt undir CC BY-SA 4.0 Free Documentation License leyfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






