Uppskriftir
Grillaðir sveppir og lambasalat
Hér er uppskrift að fersku og ljúffengu lambasalati.
Lambasalat
- 1 tsk. púðursykur
- 1 tsk. sítrónupipar
- 1 msk. reykt paprikuduft
- 1/4 bolli ólífuolía
- 400 g lambakjöt, snyrt
- 2 sítrónur
- 400 g blandaðir sveppir, skornir í þykkar sneiðar
- 100 g blaðsellerí
- 1 bolli kryddjurtir eða salat að eigin vali
Aðferð
Blandið saman púðursykri, sítrónupipar, paprikudufti og ólífuolíu í skál þar til það er vel blandað saman.
Notið eina matskeið til að pensla létt yfir allt lambið. Þetta er kælt í klukkustund! Kreistið safa úr einni sítrónu og skerið hina í bita. Bætið sítrónusafanum við kryddblönduna, bætið svo við sveppum og hrærið vel saman.
Plastið og setjið til hliðar í 15 mínútur.
Á meðan þetta hvílir er blaðsellerí skorið fínt og sett í kalt vatn. Hreinsið vel, sigtið og þurrkið með pappír.
Hitið grillið og stillið á miðlungshita. Grillið lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið, penslið með kryddlegi, og látið hvíla í tíu mínútur.
Grillið sveppi og sítrónubáta í álpappír í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið þar til þeir verða stökkir.
Skerið lambið og setjið á disk með sveppum og sellerí. Skreytið með salati og kryddjurtum. Berið fram með grilluðum sítrónubátum, grilluðu brauði og jafnvel sýrðum rjóma.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti