Vertu memm

Uppskriftir

Grillaðir sveppir og lambasalat

Birting:

þann

Grillaðir sveppir og lambasalat

Hér er uppskrift að fersku og ljúffengu lambasalati.

Lambasalat

  • 1 tsk. púðursykur
  • 1 tsk. sítrónupipar
  • 1 msk. reykt paprikuduft
  • 1/4 bolli ólífuolía
  • 400 g lambakjöt, snyrt
  • 2 sítrónur
  • 400 g blandaðir sveppir, skornir í þykkar sneiðar
  • 100 g blaðsellerí
  • 1 bolli kryddjurtir eða salat að eigin vali

Aðferð
Blandið saman púðursykri, sítrónu­pipar, paprikudufti og ólífuolíu í skál þar til það er vel blandað saman.

Notið eina matskeið til að pensla létt yfir allt lambið. Þetta er kælt í klukkustund! Kreistið safa úr einni sítrónu og skerið hina í bita. Bætið sítrónusafanum við kryddblönduna, bætið svo við sveppum og hrærið vel saman.

Plastið og setjið til hliðar í 15 mínútur.

Á meðan þetta hvílir er blaðsellerí skorið fínt og sett í kalt vatn. Hreinsið vel, sigtið og þurrkið með pappír.

Hitið grillið og stillið á miðlungshita. Grillið lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið, penslið með kryddlegi, og látið hvíla í tíu mínútur.

Grillið sveppi og sítrónubáta í álpappír í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið þar til þeir verða stökkir.

Skerið lambið og setjið á disk með sveppum og sellerí. Skreytið með salati og kryddjurtum. Berið fram með grilluðum sítrónubátum, grilluðu brauði og jafnvel sýrðum rjóma.

Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið