Uppskriftir
Grillaðir sveppir og lambasalat
Hér er uppskrift að fersku og ljúffengu lambasalati.
Lambasalat
- 1 tsk. púðursykur
- 1 tsk. sítrónupipar
- 1 msk. reykt paprikuduft
- 1/4 bolli ólífuolía
- 400 g lambakjöt, snyrt
- 2 sítrónur
- 400 g blandaðir sveppir, skornir í þykkar sneiðar
- 100 g blaðsellerí
- 1 bolli kryddjurtir eða salat að eigin vali
Aðferð
Blandið saman púðursykri, sítrónupipar, paprikudufti og ólífuolíu í skál þar til það er vel blandað saman.
Notið eina matskeið til að pensla létt yfir allt lambið. Þetta er kælt í klukkustund! Kreistið safa úr einni sítrónu og skerið hina í bita. Bætið sítrónusafanum við kryddblönduna, bætið svo við sveppum og hrærið vel saman.
Plastið og setjið til hliðar í 15 mínútur.
Á meðan þetta hvílir er blaðsellerí skorið fínt og sett í kalt vatn. Hreinsið vel, sigtið og þurrkið með pappír.
Hitið grillið og stillið á miðlungshita. Grillið lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið, penslið með kryddlegi, og látið hvíla í tíu mínútur.
Grillið sveppi og sítrónubáta í álpappír í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið þar til þeir verða stökkir.
Skerið lambið og setjið á disk með sveppum og sellerí. Skreytið með salati og kryddjurtum. Berið fram með grilluðum sítrónubátum, grilluðu brauði og jafnvel sýrðum rjóma.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu