Uppskriftir
Grillaðir sveppir og lambasalat
Hér er uppskrift að fersku og ljúffengu lambasalati.
Lambasalat
- 1 tsk. púðursykur
- 1 tsk. sítrónupipar
- 1 msk. reykt paprikuduft
- 1/4 bolli ólífuolía
- 400 g lambakjöt, snyrt
- 2 sítrónur
- 400 g blandaðir sveppir, skornir í þykkar sneiðar
- 100 g blaðsellerí
- 1 bolli kryddjurtir eða salat að eigin vali
Aðferð
Blandið saman púðursykri, sítrónupipar, paprikudufti og ólífuolíu í skál þar til það er vel blandað saman.
Notið eina matskeið til að pensla létt yfir allt lambið. Þetta er kælt í klukkustund! Kreistið safa úr einni sítrónu og skerið hina í bita. Bætið sítrónusafanum við kryddblönduna, bætið svo við sveppum og hrærið vel saman.
Plastið og setjið til hliðar í 15 mínútur.
Á meðan þetta hvílir er blaðsellerí skorið fínt og sett í kalt vatn. Hreinsið vel, sigtið og þurrkið með pappír.
Hitið grillið og stillið á miðlungshita. Grillið lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið, penslið með kryddlegi, og látið hvíla í tíu mínútur.
Grillið sveppi og sítrónubáta í álpappír í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið þar til þeir verða stökkir.
Skerið lambið og setjið á disk með sveppum og sellerí. Skreytið með salati og kryddjurtum. Berið fram með grilluðum sítrónubátum, grilluðu brauði og jafnvel sýrðum rjóma.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit