Uppskriftir
Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu
800 g risarækjur
1 msk reykt paprika
1 tsk cummin
4 hvítlauksrif
4 msk ólífuolía
Salt og pipar
Þerrið rækjurnar mjög vel áður en þið marinerið þær. Það er algjör lykill þegar grilla á rækjur og annan fisk að hráefnið sé ekki blautt þegar það fer á grillið. Blandið öllu saman í skál og marinerið rækjurnar í amk 30 mín og mesta lagi 2 klst í ísskáp. Grillið þær svo á rjúkandi heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Salatið
2 hausar romanin salat
1 stk mangó
1 askja litlir tómatar
¼ ananas
Ég grillaði mangóið, tómatana og ananasinn létt á grilli. Penslað í smá með olíu og kryddað í svo eftir á með salti og pipar. Salatið er bara skorið og skolað.
Lime hunangs dressing
2 msk lime safi
Fínt rifinn börkurinn af einu lime
1 msk eplaedik
2 msk hunang
2 rif rifinn hvítlaukur
6 msk ólífuolía
Blandið öllu saman í skál.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s