Uppskriftir
Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu
800 g risarækjur
1 msk reykt paprika
1 tsk cummin
4 hvítlauksrif
4 msk ólífuolía
Salt og pipar
Þerrið rækjurnar mjög vel áður en þið marinerið þær. Það er algjör lykill þegar grilla á rækjur og annan fisk að hráefnið sé ekki blautt þegar það fer á grillið. Blandið öllu saman í skál og marinerið rækjurnar í amk 30 mín og mesta lagi 2 klst í ísskáp. Grillið þær svo á rjúkandi heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Salatið
2 hausar romanin salat
1 stk mangó
1 askja litlir tómatar
¼ ananas
Ég grillaði mangóið, tómatana og ananasinn létt á grilli. Penslað í smá með olíu og kryddað í svo eftir á með salti og pipar. Salatið er bara skorið og skolað.
Lime hunangs dressing
2 msk lime safi
Fínt rifinn börkurinn af einu lime
1 msk eplaedik
2 msk hunang
2 rif rifinn hvítlaukur
6 msk ólífuolía
Blandið öllu saman í skál.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar













