Viðtöl, örfréttir & frumraun
Grillað á stærsta grilli á Íslandi?
Í ár eru 36 ár frá gosinu í Vestmannaeyjum, en þar fer fram Goslokahátíð nú um helgina og miklu hefur verið kostað og vandað til fyrir hátíðina.
Fjölbreytt verður um helgina og eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu.
Einsi kaldi og félagar hans byrjuðu í hádeginu að heilgrilla nautaskrokk við Höllina í Vestmannaeyjum. Til verksins nota þeir stærsta grill Íslands en gestir Goslokahátíðarinnar geta fengið sér bita af nautinu á morgun, en þetta kemur fram á vef Eyjafretta.is
Steikin kostar aðeins 1.500 krónur og er að sjálfsögðu meðlæti innifalið í verðinu. Kokkarnir áætla að framleiða um 40 lítra af bernaissósu til að bera fram með nautinu á morgun.
Hægt er að skoða fleiri myndir af grillinu á Eyjafrettir.is með því að smella hér.
Mynd: Eyjafrettir.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana