Viðtöl, örfréttir & frumraun
Grillað á stærsta grilli á Íslandi?
Í ár eru 36 ár frá gosinu í Vestmannaeyjum, en þar fer fram Goslokahátíð nú um helgina og miklu hefur verið kostað og vandað til fyrir hátíðina.
Fjölbreytt verður um helgina og eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu.
Einsi kaldi og félagar hans byrjuðu í hádeginu að heilgrilla nautaskrokk við Höllina í Vestmannaeyjum. Til verksins nota þeir stærsta grill Íslands en gestir Goslokahátíðarinnar geta fengið sér bita af nautinu á morgun, en þetta kemur fram á vef Eyjafretta.is
Steikin kostar aðeins 1.500 krónur og er að sjálfsögðu meðlæti innifalið í verðinu. Kokkarnir áætla að framleiða um 40 lítra af bernaissósu til að bera fram með nautinu á morgun.
Hægt er að skoða fleiri myndir af grillinu á Eyjafrettir.is með því að smella hér.
Mynd: Eyjafrettir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






