Vertu memm

Keppni

Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna

Birting:

þann

Nú fyrr í kvöld voru úrslitin í undankeppnum á Heimsmeistaramóti Barþjóna kunngjörð og komst keppandi Íslands Grétar Matthíasson áfram í 15 manna úrslit sem fara fram á morgun (laugardag).  Heimsmeistaramótið fer fram í Madeira í Funchal, höfuðborg eyjunnar.

Sjá einnig: Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu

Þar þurfa keppendurnir að þreyta bæði skriflegt próf um almenna þekkingu á bar fræðum sem og lyktarpróf þar sem keppendur þurfa að sýna fram á framúrskarandi þekkingu á hinum ýmsu tegundum áfengis.

Einnig keppa þeir í svokallaðri “Marketplace” keppni þar sem keppendur fara á bændamarkað í Funchal höfuðborg Madeira og velja þar innlend hráefni sem þeir þurfa að nota í kokteilinn sinn í þessum hluta keppninnar.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið