Keppni
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
Nú fyrr í kvöld voru úrslitin í undankeppnum á Heimsmeistaramóti Barþjóna kunngjörð og komst keppandi Íslands Grétar Matthíasson áfram í 15 manna úrslit sem fara fram á morgun (laugardag). Heimsmeistaramótið fer fram í Madeira í Funchal, höfuðborg eyjunnar.
Sjá einnig: Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu
Þar þurfa keppendurnir að þreyta bæði skriflegt próf um almenna þekkingu á bar fræðum sem og lyktarpróf þar sem keppendur þurfa að sýna fram á framúrskarandi þekkingu á hinum ýmsu tegundum áfengis.
- Drykkirnir sem komust í úrslitakeppnina í flokknum Sparkling. Drykkur Grétars er lengst til vinstri.
Einnig keppa þeir í svokallaðri “Marketplace” keppni þar sem keppendur fara á bændamarkað í Funchal höfuðborg Madeira og velja þar innlend hráefni sem þeir þurfa að nota í kokteilinn sinn í þessum hluta keppninnar.
Myndir: Ómar Vilhelmsson

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni