Uppskriftir
Graskerssúpa með sýrðum kryddjurtarjóma
Hráefni:
500 gr. grasker
0,8 l. rjómi
2 dl. sætt hvítvín
múskat hneta
salt & pipar
100 gr. sýrður rjómi
1 msk. blandaðar kryddjurtir
0,5 dl. freyðivín
Aðferð:
Hreinsið graskerið, skerið í litla bita og sjóðið í saltvatni í 20 mín eða þar til er orðið meyrt. Látið vatnið renna af og maukið í matvinnsluvél.
Setjið maukið í pott og hellið rjómanum og hvítvíninu út í.
Bragðbætið með múskati og salti & pipar, bætið að endingu með freyðivíni.
Hrærið saman sýrða rjómann og kryddjurtirnar og setjið ca. 1 msk ofan á hverja skál af heitu súpunni.
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






