Uppskriftir
Graskerssúpa með sýrðum kryddjurtarjóma
Hráefni:
500 gr. grasker
0,8 l. rjómi
2 dl. sætt hvítvín
múskat hneta
salt & pipar
100 gr. sýrður rjómi
1 msk. blandaðar kryddjurtir
0,5 dl. freyðivín
Aðferð:
Hreinsið graskerið, skerið í litla bita og sjóðið í saltvatni í 20 mín eða þar til er orðið meyrt. Látið vatnið renna af og maukið í matvinnsluvél.
Setjið maukið í pott og hellið rjómanum og hvítvíninu út í.
Bragðbætið með múskati og salti & pipar, bætið að endingu með freyðivíni.
Hrærið saman sýrða rjómann og kryddjurtirnar og setjið ca. 1 msk ofan á hverja skál af heitu súpunni.
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata