Uppskriftir
Graskerssúpa
fyrir 6-8 pers
1 kg grasker hreinsað og skorið í litla bita
100g blaðlaukur
150g laukur
150g gulrætur
10g ferskur hvítlaukur
10g ferskur engifer
1 tsk chilliduft
1 tsk engiferduft
1 tsk kúmenduft
1 tsk anisfræ
2 tsk garam masala
2 msk olífuolía
1250 ml vatn
500 ml kókosmjólk
Kjúklinga og grænmetiskraftur
Aðferð:
Skerið allt grænmetið í bita. Brúnið laukin örlítið í ólífuolíu bætið í þurrkryddum. Setjið restina af grænmetinu saman við ásamt vatni og kókosmjólk.
Látið sjóða í 25-30 mínútur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið loks í kjúklinga og grænmetiskrafti í eftir smekk.

Árni Þór Arnórsson
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari

-
Keppni15 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við