Vertu memm

Uppskriftir

Grafinn svartfugl

Birting:

þann

Gæsapaté - Grafinn svartfugl

Grafinn svartfugl og gæsapaté

4 svartfuglsbringur

1 dl Kaj P’s orginal-olía

1 msk. hunang

1 tsk. sojasósa

timjan

dill

sinnepsfræ

svartur pipar

Aðferð:

Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nuddaðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu.

Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu.

Ediksósa

Tæp matskeið rauðvínsedik

salt

sykur

sítrónusafi

1 msk. dill

1 msk. extra virgin ólífuolía

Aðferð:

Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yfir og raðið þunnum sneiðum af svartfuglinum á.

Landslið Kjötiðnaðarmanna

Friðrik Þór Erlingsson
Mynd úr safni / Jóhannes Geir Númason

Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið