Uppskriftir
Grafinn svartfugl
4 svartfuglsbringur
1 dl Kaj P’s orginal-olía
1 msk. hunang
1 tsk. sojasósa
timjan
dill
sinnepsfræ
svartur pipar
Aðferð:
Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nuddaðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu.
Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu.
Ediksósa
Tæp matskeið rauðvínsedik
salt
sykur
sítrónusafi
1 msk. dill
1 msk. extra virgin ólífuolía
Aðferð:
Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yfir og raðið þunnum sneiðum af svartfuglinum á.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







