Uppskriftir
Grafinn svartfugl
4 svartfuglsbringur
1 dl Kaj P’s orginal-olía
1 msk. hunang
1 tsk. sojasósa
timjan
dill
sinnepsfræ
svartur pipar
Aðferð:
Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nuddaðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu.
Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu.
Ediksósa
Tæp matskeið rauðvínsedik
salt
sykur
sítrónusafi
1 msk. dill
1 msk. extra virgin ólífuolía
Aðferð:
Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yfir og raðið þunnum sneiðum af svartfuglinum á.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum