Uppskriftir
Grafinn svartfugl
4 svartfuglsbringur
1 dl Kaj P’s orginal-olía
1 msk. hunang
1 tsk. sojasósa
timjan
dill
sinnepsfræ
svartur pipar
Aðferð:
Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nuddaðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu.
Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu.
Ediksósa
Tæp matskeið rauðvínsedik
salt
sykur
sítrónusafi
1 msk. dill
1 msk. extra virgin ólífuolía
Aðferð:
Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yfir og raðið þunnum sneiðum af svartfuglinum á.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins