Uppskriftir
Grænmetis Lasagna
Fyrir 6 manns
Sósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar
Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.
Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
300 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
50 gr ristaðar casew hnetur
500 gr kotasæla
6-8 lasagnablöð
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur
Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, sósa, lasagnablöð og kotasæla. Stað er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?